NOTKUN FARARTÆKJA Á HJÓLUM (REIÐHJÓL, RAFMAGNSHLAUPAHJÓL, VESPUR O.S.FRV.)
ER BÖNNUÐ Á SKÓLATÍMA!
--- EKKI ER LEYFILEGT AÐ GEYMA FARARTÆKI Á HJÓLUM INNANDYRA ---
Gönguferðir
Nemendur noti endurskinsvesti eftir þörfum.
Ávallt skal ganga eftir gangbrautum og fylgja almennum umferðarreglum. Þetta á einnig við þegar nemendur fara í/úr sundtíma.
Stuðningsfulltrúar fylgi nemendum í 1. og 2. bekk í skólasel.
Vettvangsferð - Rútuferðir
Nemendur noti ávallt öryggisbelti og sitji kyrrir í sætum sínum meðan rútan er á ferð.
Virðing, kurteisi og tillitssemi sé höfð að leiðarljósi.
Nemendur mæti stundvíslega í rútuna.
Bílsessur verði notaðar eftir þörfum.
Nemendur hlýði bílstjóra og fararstjórum.
Nemendur gangi vel um.
Matur og drykkur er ekki leyfður.
Vettvangsferð - Hjólreiðar
Hjólreiðar eru bannaðar á skólatíma nema um vettvangsferð sé að ræða með leyfi kennara.
Búnaður sé þá í lagi, þ.á.m. bremsur, endurskin og/eða ljós.
Nemendur noti í öllum tilvikum reiðhjólahjálm.
Nemendur fylgi almennum umferðarreglum um hjólreiðar.