Skólareglur

Almennar reglur

Samskipti í skólanum grundvallast af gagnkvæmri virðingu, tillitssemi, umhyggju og vinsemd.

Nemendur mæta stundvíslega í skólann, með öll námsgögn.

Við vinnum vel í skólanum.

Við göngum vel um innan dyra sem utan og förum vel með eigur skólans.

Við erum ekki með sælgæti eða gos í skólanum nema með sérstöku leyfi.

Nemendur í 1.-7. bekkjum eiga að vera inni á skólalóðinni í frímínútum.

Hver bekkur setur sér bekkjarreglur.

Ófrávíkjanlegar grunnreglur

Ekkert andlegt eða líkamlegt ofbeldi.

Engar alvarlegar hótanir eða ögranir.

Engin mismunun vegna uppruna, litarháttar eða kynferðis.

Engin notkun vímuefna.

Engin skemmdarverk.

Enginn þjófnaður.

Enginn vopnaburður.

Engin óheimil myndataka eða hljóðupptaka.