Rýmingar- og viðbragsáætlun

Þegar hættuástand skapast í skólanum vegna eldsvoða eða af öðrum völdum getur verið þörf á að rýma skólabygginguna eins fljótt og kostur er. Í öllum kennslustofum og öðrum rýmum er að finna rýmingar- og viðbragðsáætlun skólans ásamt upplýsingum um neyðarútganga og flóttaleiðir. Einnig eru í kennslustofum nafnalistar nemenda ásamt grænu og rauðu spjaldi til að staðfesta mætingu nemenda á safnsvæði.

Þessi rýmingar- og viðbragðsáætlun nýtist í vá sem upp getur komið og krefst rýmingar húsnæðisins.

Ferill við rýmingu

 • Við fyrstu hljóðviðvörun frá eldvarnarkerfi skal haldið kyrru fyrir, í viðbragðsstöðu.
  • Ef reykur eða eldur er strax sjáanlegur skal hefja rýmingu undireins. Sjá lið 3.
  • Húsvörður eða skólastjórnandi slekkur á viðvörunarbjöllu og athugar hvar og hvort eldur sé laus í byggingunni. Ef bjallan fer ekki aftur af stað má halda kennslu áfram.
   • Starfsmaður sem kann skýringu á falsboðum kemur skilaboðum til viðeigandi aðila.
   • Ef um eld er að ræða er viðvörunarbjallan endurræst. Það er merki um tafarlausa rýmingu.
    • Sá sem fyrstur verður eldsins var hringir í neyðarnúmerið 112 og lætur skrifstofu skólans vita.
    • Við rýmingu fara nemendur í röð og hver kennari fer yfir nafnalista og sér til þess að nemendur sínir yfirgefi bygginguna um næsta útgang með aðstoð stuðningsfulltrúa.
     • Kennarar taki með sér rýmingar- og viðbragðsáætlun, nafnalista nemenda ásamt grænu og rauðu spjaldi.
     • Kennarar þurfa að muna eftir að loka skólastofum (ekki læsa) á eftir sér til að takmarka útbreiðslu elds og reyks í húsnæðinu.
     • Á raunverulegri hættustund fara nemendur aðeins í útiskó ef kennari telur tíma til þess en halda á/sleppa yfirhöfnum.
     • Sé reykur á göngum skal nota neyðarútganga. Í öðrum stofum/rýmum skal loka dyrum, opna neyðarútganga og setja út veifu (t.d. flík/gluggatjald) til merkis um að í stofunni sé fólk sem bíður björgunar.
     • Kennarar og stuðningsfulltrúar fylgja nemendum sínum á safnsvæði utanhúss, gervigrasvöllinn. Hver árgangur fer á merkt svæði innan vallarins og nemendur raða sér upp í einfaldar raðir eftir bekkjum og stafrófsröð.
      • Hver kennari fer aftur yfir nafnalista og réttir í kjölfarið upp grænt eða rautt spjald.
      • Húsvörður er sendur í leit að nemanda í ákveðnu rými ef í ljós kemur að nemanda vantar, sé það mat skólastjóra, annars er það hlutverk reykkafara slökkviliðs að leita.
      • Ritari og stjórnendur staðfesta mætingu nemenda á safnsvæði við skólastjóra.
      • Aðstoðarskólastjóri sér um starfsmannaskráningu.
      • Skólastjóri upplýsir slökkvilið um stöðu mála.
       • Ef bið er á að komast inn í skólann aftur er farið inn í íþróttahús í skjól.
       • Fulltrúi slökkviliðs aflýsir hættuástandi.