Reglur um snjalltæki

Öll snjalltæki sem nemandi hefur meðferðis í GÍH eru á ábyrgð eiganda. Þessar reglur gilda í öllu skólahúsnæðinu, skólalóð, í íþróttahúsi og sundlaug á skólatíma.

Nemandi þarf að hafa leyfi kennara til að nota tækið í kennslustund.

Snjalltæki sem nemandi er með má ekki hafa truflandi áhrif með neinum hætti á nám, kennslu, félagsstarf og frítíma nemenda á skólatíma og á vegum skólans.

Myndatökur og hljóðupptökur eru bannaðar í húsnæði GíH og annars staðar þar sem nemendur eru á vegum skólans, nema með sérstöku leyfi.

Trufli nemandi vinnufrið eða virði ekki fyrirmæli starfsmanns eru viðurlög eftirfarandi:

1. brot. Starfsmaður skal taka snjalltæki af nemanda, afhenda umsjónarkennara sem skráir í Mentor. Kennari afhendir snjalltæki í lok dags.

2. brot. Starfsmaður skal taka snjalltæki af nemanda, afhenda stjórnanda sem skráir í Mentor. Foreldrar þurfa að sækja snjalltæki til stjórnenda í lok dags.

Neiti nemandi að afhenda starfsmanni snjalltæki skal kalla til stjórnanda.