Málstefna

Íslenska er okkar mál. Í Grunnskólanum í Hveragerði er lögð rækt við íslenskt mál. Málfar í skólanum á að vera til fyrirmyndar og allt sem frá skólanum kemur á vandaðri íslensku. Vandað mál er markvisst og felst í viðeigandi orðavali, réttum beygingum og eðlilegri orðskipan. Í framburði málsins er gætt að skýrri hljóðmótun, réttum áherslum og eðlilegu hljómfalli samfellds máls.

Starfsmenn skólans nota íslensku í störfum sínum. Fundargerðir, minnisblöð og bréfaskipti eru á íslensku nema sérstök rök séu fyrir notkun annarra mála.

Starfsmenn Grunnskólans í Hveragerði hafa aðgang að öllum helstu handbókum um íslenskt mál, svo sem íslenskri orðabók, stafsetningarorðabók og samheitaorðabók.