Lestrarstefna

Í Aðalnámskrá grunnskóla kemur fram að góð lestrarfærni sé nauðsynleg til þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu. Lestrarkunnátta er undirstaða almennrar menntunar og er

einnig forsenda lestraráhuga og þess að njóta bókmennta til afþreyingar og skemmtunar. Lestur eykur orðaforða og stuðlar að betra valdi á máli. Hvort tveggja er mikilvægt í mannlegum samskiptum. Frjáls lestur á að skipa fastan sess á öllum stigum grunnskóla. Leggja ber áherslu á fjölbreytt lesefni, bæði prentað efni í bókum og hvers konar ritum og einnig lesefni á Netinu.

Hlutverk heimilis: 

Hlutverk foreldra er að styðja við lestrarnám barna sinna með því að hlusta á þau lesa daglega. Mikilvægt er að foreldrar séu þátttakendur í lestrarnámi barnanna og gefi sér tíma til að ræða innihald þess sem lesið er, útskýra erfið orð og álykta um hvað gæti gerst næst. Æskilegt er að foreldrar lesi reglulega fyrir börnin sín.

Lestrarkennsla nemenda við Grunnskólann í Hveragerði er samvinnuverkefni heimilis og skóla.

Lestrarkennsluaðferðir:

Í Grunnskólanum í Hveragerði er notuð hljóðaaðferð í lestrarkennslu.

Hljóðaaðferð byggist á því að kenna bæði heiti og hljóð allra bókstafanna. Lögð er áhersla á að kenna hljóð stafanna til að þeir séu auðveldari í tengingu þ.e. tengja saman tvö eða fleiri hljóð sem mynda svo orðið eða orðin. Ef barnið hefur hljóðin á valdi sínu auðveldar það líka að rita orðin rétt.

Heildaraðferð (heildarlestur) hentar vel þeim nemendum sem gengur illa að festa í minni táknin þ.e. heiti og hljóð bókstafanna. Það hentar því vel að nota þessa aðferð í sérkennslu þegar nemandinn nær ekki að nýta sér hljóðaaðferðina til að ná tökum á lestrinum.

Nemendur á yngsta stigi lesa upphátt daglega fyrir kennara sinn stuðningsfulltrúa eða samnemendur. Æskilegt er að nemendur á öðrum stigum lesi einnig upphátt.

Hljóðlestrarstund einu sinni til þrisvar í viku, korter í senn.

Nemendur á elsta stigi fá sérstaka tíma í framsögn í hverri viku.

Kennarar lesa nestissögu fyrir nemendur og ræða við þá um efnið og útskýra ýmis orð til að auka við orðaforða nemenda.                                                                             

1. bekkur:

Áherslur í kennslu:

Í  1. bekk er lögð áhersla á hljóðlestraraðferð. Einnig eru nýttar hugmyndir úr öðrum kennsluaðferðum, s.s. K-PALS, byrjendalæsi, orðaaðferð o.fl. Í upphafi vetrar er  lögð áhersla á markvissa málörvun, en það er framhald þeirrar vinnu sem fram fór í leikskólanum þar sem allir nemendur fara í gegnum Hljóm-próf í leikskóla.

Í lestrarkennslunni er lögð áhersla á að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir, unnið er með tengsl stafs og hljóðs, hljóðkerfisvitund, leshraða, lestraröryggi og lesskilning. Lesið er fyrir nemendur í nestistímum einnig hlustað á hljóðbækur. Stefnt er að því að allir nemendur lesi á hverjum degi í skólanum. Umsjónarkennarar skipuleggja lestrarkennsluna og kynna fyrir foreldrum á námskynningu á skólafærninámskeiði að hausti. Á skólafærninámskeiði er fyrirlestur um lestur í umsjá sérkennara.

Nemendur lesa hverja blaðsíðu að minnsta kosti tvisvar sinnum á meðan þeir eru að ná tökum á tækninni.

Þeir nemendur sem uppfylla ekki viðmið á skimunarprófinu Leið til læsis sem lagt er fyrir í  október, fara í hljóðfærnipróf sem sérkennari leggur fyrir og þjálfar þau í framhaldi enn frekar.

Hlutverk heimilis: 

Hlutverk foreldra er að styðja við lestrarnám barna sinna með því að hlusta á þau lesa daglega í að minnsta kosti 10 mínútur. Mikilvægt er að foreldrar séu þátttakendur í lestrarnámi barnanna og gefi sér tíma til að ræða innihald þess sem lesið er, útskýra erfið orð og álykta um hvað gæti gerst næst. Æskilegt er að foreldrar lesi reglulega fyrir börnin sín.

Námsmat og skimanir:

Allir nemendur sem hefja nám í fyrsta bekk hafa tekið Hljóm – 2 sem er athugun á hljóð- og málvitund leikskólabarna. Niðurstöður úr þessu prófi eru hafðar til hliðsjónar þegar meta á þörf á sértækri eftirfylgni og/eða sérkennslu.

Sept: Tove Krog teiknipróf  kannar athygli/einbeitingu, málskilning, fínhreyfingar, formskyn, talnagildi o.fl. Umsjónarkennari og sér­kennari leggja prófið fyrir og fara yfir niðurstöður. Þeir nemendur sem koma mjög illa út í þessari könnun þurfa að fara í nánari greiningu t.d. málþroskapróf.

Sept/jan/maí: Lesferilspróf. Lestrarpróf sem tekið er í sept, janúar og maí. Lesfimi lögð fyrir þrisvar sinnum yfir árið sem og sjónrænn orðaforði, orðleysur lagðar fyrir einu sinni á ári í maí og nefnuhraði lagður fyrir í 1. bekk í janúar. 

Nóv/maí: Stafakönnun fyrir allan hópinn.

Maí: Yfirlitspróf í lestri og skrift (48 atriði) Þar kemur í ljós hvort barnið getur skrifað bókstafina eftir upplestri, hljóðgreining o.fl. Sérkennari og umsjónarkennari leggja þetta próf fyrir en sérkennari fer yfir niðurstöðurnar.

Lestrarviðmið:

Maíviðmið fyrir lesfimipróf Lesferils – fjöldi rétt lesinna orða á mínútu.
1. bekkur           

90% viðmið                        50% viðmið                       25% viðmið
      20                                          55                                   75

 

2. bekkur:

Áherslur í kennslu:

Í lestrarkennslunni er áfram lögð áhersla á hljóðlestraraðferð. Nemendum er mætt þar sem þeir eru staddir í lestrinum. Unnið er jafnhliða með lestur og ritun. Lesskilningur er efldur með því að vinna með hugtök, efla orðaforða og ályktunarhæfni nemenda. Lesið er fyrir nemendur í nestistímum. Nemendur lesa daglega í skólanum. Nemendur sem eru verulega undir viðmiði árgangsins fá aukna þjálfun hjá sérkennara. 

Umsjónarkennarar skipuleggja lestrarkennsluna og kynna fyrir foreldrum.

Nemendur lesa hverja blaðsíðu að minnsta kosti tvisvar sinnum á meðan þeir eru að ná tökum á tækninni.

Framsögn æfð reglulega.

Hlutverk heimilis: 

Hlutverk foreldra er að styðja við lestrarnám barna sinna með því að hlusta á þau lesa daglega í að minnsta kosti 10 mínútur. Mikilvægt er að foreldrar séu þátttakendur í lestrarnámi barnanna og gefi sér tíma til að ræða innihald þess sem lesið er, útskýra erfið orð og álykta um hvað gæti gerst næst. Æskilegt er að foreldrar lesi reglulega fyrir börnin sín.

Námsmat og skimanir:

Framsagnarpróf – Ef nemandi hefur náð viðmiði 3 í lesfimiprófi þá fer hann í framsagnarpróf.

Sept/okt: Yfirlitspróf í lestri og skrift 48 atriði. Sérkennari leggur prófið fyrir.

Sept/jan/maí: Lesferilspróf. Lestrarpróf sem tekið er í sept, janúar og maí. Lesfimi lögð fyrir 3 sinnum yfir árið sem og sjónrænn orðaforði, orðleysur lagt fyrir 1 sinni á ári í janúar. 

Des/jan: Yfirlitspróf í lestri og skrift (53 atriði). Sama stafakönnun lögð fyrir og í því fyrra en til viðbótar að rita orð, setningar og lesa léttan texta (lesskiln). Sérkennari og umsjónarkennari leggja þetta próf fyrir en sérkennari fer yfir niðurstöðurnar.

Des/maí: Aston Index stafsetningarskimun fyrir 2. bekk. Greinandi skimun þar sem börnin rita 20 orð eftir upplestri. Niðurstaðan gefur vísbendingu um hverjir eru í áhættuhópi hvað varðar dyslexíu. Umsjónarkennari leggur þetta próf fyrir en sérkennari fer yfir prófið og gerir grein fyrir niðurstöðum.

Lestrarviðmið:

Maíviðmið fyrir lesfimipróf Lesferils – fjöldi rétt lesinna orða á mínútu.
2. bekkur           

90% viðmið                        50% viðmið                       25% viðmið
      40                                          85                                   100

 

3. bekkur:

Áherslur í kennslu:

Í lestrarkennslunni er lögð áhersla á að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir. Unnið er jafnhliða með lestur og ritun. Lesskilningur er efldur með því að vinna með hugtök, efla orðaforða og ályktunarhæfni nemenda. Lesið er fyrir nemendur í nestistímum og hver nemandi les daglega í skólanum og heima. Nemendur sem eru verulega undir viðmiði árgangsins fá aukna þjálfun hjá sérkennara. Umsjónarkennarar skipuleggja lestrarkennsluna og kynna fyrir foreldrum.

Nemendur lesa hverja blaðsíðu að minnsta kosti tvisvar sinnum á meðan þeir eru að ná tökum á tækninni.

Framsögn æfð reglulega. 

Hlutverk heimilis: 

Hlutverk foreldra er að styðja við lestrarnám barna sinna með því að hlusta á þau lesa daglega í að minnsta kosti 10 - 15 mínútur. Mikilvægt er að foreldrar séu þátttakendur í lestrarnámi barnanna og gefi sér tíma til að ræða innihald þess sem lesið er, útskýra erfið orð og álykta um hvað gæti gerst næst. Æskilegt er að foreldrar lesi reglulega fyrir börnin sín.

Í 3. bekk er lestrarkennslan brotin upp með skipulögðu lestrarátaki í 6 vikur að hausti í samráði við sérkennara.

Markmið lestrarátaks:  

að þjálfa áheyrilegan upplestur

að efla lesskilning og lesfimi

að auka lestrarlöngun nemandans

að bæta skrift og setningamyndun

Námsmat og skimanir:

Framsagnarpróf – Ef nemandi hefur náð viðmiði 3 í lesfimiprófi þá fer hann í framsagnarpróf.

Jan/maí: Aston Index stafsetningarskimun gefur vísbendingu um hverjir þurfa sérkennslu og eru með sértæka lestrarörðugleika/dyslexiu. Umsjónarkennari leggur þetta próf fyrir en sérkennari fer yfir og gerir grein fyrir niðurstöðum.

Sept/jan/maí: Lesferilspróf. Lesfimispróf sem tekið er í sept, janúar og maí. Lesfimi lögð fyrir 3 sinnum yfir árið sem og sjónrænn orðaforði, orðleysur lagt fyrir 1 sinni á ári í janúar. 

Sept/jan: Orðarún, lesskilningspróf eftir Dagnýju Birnis, Rósu Eggerts. og Amalíu B.

Jan/maí: Orðarún, lesskilningspróf eftir Dagnýju Birnis, Rósu Eggerts. og Amalíu B.

Feb/mars: LH-60 lesskilningspróf. Nemendur lesa texta og finna hvaða ein mynd af fimm passar við textann. Tímatakmörk sem hafa áhrif á niðurstöður. Sérkennari leggur þetta próf fyrir og gerir grein fyrir niðurstöðum.

Lestrarviðmið:

Maíviðmið fyrir lesfimipróf Lesferils – fjöldi rétt lesinna orða á mínútu.
3. bekkur

90% viðmið                        50% viðmið                       25% viðmið
       55                                        100                               120

 

4. bekkur:

Áherslur í kennslu:

Í lestrarkennslunni er lögð áhersla á að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir. Unnið er jafnhliða með lestur og ritun. Lesskilningur er efldur með því að vinna með hugtök, efla orðaforða og ályktunarhæfni nemenda. Lesið er fyrir nemendur í nestistímum og hver nemandi les reglulega fyrir kennarann sinn. Nemendur sem eru verulega undir viðmiði árgangsins fá aukna þjálfun hjá sérkennara. 

Hver umsjónarkennari skipuleggur lestrarkennsluna í sínum bekk og kynnir fyrir foreldrum á haustfundi.

Nemendur lesa hverja blaðsíðu að minnsta kosti tvisvar sinnum á meðan þeir eru að ná tökum á tækninni.

Framsögn æfð reglulega. 

Hlutverk heimilis: 

Hlutverk foreldra er að styðja við lestrarnám barna sinna með því að hlusta á þau lesa daglega í að minnsta kosti 10 - 15 mínútur. Mikilvægt er að foreldrar séu þátttakendur í lestrarnámi barnanna og gefi sér tíma til að ræða innihald þess sem lesið er, útskýra erfið orð og álykta um hvað gæti gerst næst. Æskilegt er að foreldrar lesi reglulega fyrir börnin sín.

Námsmat og skimanir:

Sept: Samræmd könnunarpróf að hausti.

Jan/maí: Orðarún, lesskilningspróf eftir Dagnýju Birnis, Rósu Eggerts. og Amalíu B.

Sept/jan/maí: Lesferilspróf. Lestrarpróf sem tekið er í okt, janúar og maí.  Lesfimi lögð fyrir 3 sinnum yfir árið sem og sjónrænn orðaforði, orðleysur lagt fyrir 1 sinni á ári í janúar. 

Sept/jan: Orðarún, lesskilningspróf eftir Dagnýju Birnis, Rósu Eggerts. og Amalíu B.

Jan/feb: Logos skimun lögð fyrir allan árganginn. Þeir sem mælast fyrir neðan viðmið fara í lestrarátak í 8 vikur. Að því loknu eru nemendur skimaðir aftur til að skoða framfarir. Þeir sem mælast enn undir viðmiðum fara í frekari lestrargreiningu.

Jan/maí: Aston Index stafsetningarskimun fyrir 4. bekk (sjá skýringu frá 3. bekk). Umsjónarkennari leggur prófið fyrir en sérkennari fer yfir  og gerir grein fyrir niðurstöðum.

Framsagnarpróf – Ef nemandi hefur náð viðmiði 3 í lesfimiprófi þá fer hann í framsagnarpróf.

Lestrarviðmið:

Maíviðmið fyrir lesfimipróf Lesferils – fjöldi rétt lesinna orða á mínútu.
4. bekkur

90% viðmið                        50% viðmið                       25% viðmið  

80                                               120                                  145

 

5. bekkur:

Áherslur í kennslu:

Í lestrarkennslunni er lögð áhersla á að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir. Unnið er jafnhliða með lestur og ritun. Lesskilningur er efldur með því að vinna með ýmis hugtök efla orðaforða og ályktunarhæfni nemenda. Lesið er fyrir nemendur í nestistímum. Hver umsjónarkennari skipuleggur lestrarkennsluna í sínum bekk og kynnir fyrir foreldrum á haustfundi í september. Þeir nemendur sem eru verulega undir viðmiði árgangsins í lestri fá aukna þjálfun hjá sérkennara.

Haldið er áfram með að láta nemendur lesa upphátt heima á hverjum degi sem og í skólanum. Í 5. bekk bætast einnig við lesgreinar og eru nemendur látnir lesa upphátt hver fyrir annan eftir því sem ráðrúm gefst. Einnig lesa kennarar töluvert upphátt fyrir nemendur sína. Hver nemandi hefur bók til að lesa í heima og aðra til að lesa í skólanum.

Framsögn æfð reglulega. 

Gagnvirkur lestur – lesskilningur:

Gagnvirkur lestur felur í sér kennslu fjögurra þátta, sem oftast fer fram í hópakennslu. Nemendum er kennt:

• að taka saman meginatriði efnisins

• að spyrja spurninga um hugmyndir og efni textans

• að leita skýringa þegar skilning brestur eða eitthvað er óljóst

• að spá fyrir um framhald texta

Nemendur læra að taka saman meginatriði til að greina mikilvægustu atriði textans. Einnig að spyrja spurninga um efni textans á mismunandi hátt. Lögð er áhersla á að vinna með einstök orð og orðasambönd í textum til að efla lesskilning og auka orðaforða. Með því að spá fyrir rifja nemendur upp það sem þeir vita fyrir um efnið og setja fram tilgátu um hvað gæti gerst næst. Nemendur læra að nálgast lestur á virkan og skipulagðan hátt og læra námshegðun sem hjálpar þeim að verða sjálfstæðari í lestri sínum og færari um að fást við stöðugt flóknara lesefni.

Hlutverk heimilis: 

Hlutverk foreldra er að styðja við lestrarnám barna sinna með því að hlusta á þau lesa daglega í að minnsta kosti 15 – 20 mínútur. Mikilvægt er að foreldrar séu þátttakendur í lestrarnámi barnanna og gefi sér tíma til að ræða innihald þess sem lesið er, útskýra erfið orð og álykta um hvað gæti gerst næst.

Námsmat og skimanir:

Sept/jan: Orðarún. Lesskilningspróf eftir Dagnýju Birnis, Rósu Eggerts. og Amalíu B.

Sept/jan/maí: Lesferilspróf. Lestrarpróf sem tekið er í 4 þáttum í okt, janúar og maí.  Lesfimi lögð fyrir 3 sinnum yfir árið sem og sjónrænn orðaforði, orðleysur lagt fyrir 1 sinni á ári í janúar.

Jan/maí: Aston Index stafsetningarskimun f. 5. bekk sem gefur vísbendingu um hverjir þurfa sérkennslu og/eða gefa sérstakan gaum í ritun. Umsjónarkennari leggur þetta próf fyrir en sérkennari fer yfir  og gerir grein fyrir niðurstöðum.

Vorönn LH-40 lesskilningspróf.  Sérkennari leggur þetta próf fyrir og gerir grein fyrir niðurstöðum. Æskilegt er að leggja þetta próf aftur fyrir í 6. bekk fyrir þá nemendur sem koma illa þ.e. lenda ekki í flokki A eða B.

Framsagnarpróf – Ef nemandi hefur náð viðmiði 3 í lesfimiprófi þá fer hann í framsagnarpróf.

Lestrarviðmið:

Maíviðmið fyrir lesfimipróf Lesferils – fjöldi rétt lesinna orða á mínútu.
5. bekkur

90% viðmið                        50% viðmið                       25% viðmið
90                                                 140                                               160

 

6. bekkur:

Áherslur í kennslu:

Í lestrarkennslunni er lögð áhersla á að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir. Í náminu reynir á að nemendur geti leitað sér þekkingar í gegnum lestur og því vinna þeir fjölbreytt verkefni sem reyna á lesskilning og ritun.

Nemendur lesa áfram heima og í skólanum eftir því sem tími vinnst til. Mikil áhersla er lögð á heimalesturinn og að nemendur lesi áfram upphátt heima. Einnig lesa kennarar töluvert upphátt fyrir nemendur sína. Hver nemandi hefur bók til að lesa í heima og aðra til að lesa í skólanum.

Framsögn æfð reglulega. 

Þeir nemendur sem ekki ná viðmiðum árgangsins fá aukna þjálfun hjá sérkennara.

Gagnvirkur lestur:

Gagnvirkur lestur felur í sér kennslu fjögurra þátta, sem oftast fer fram í hópakennslu. Nemendum er kennt:

• að taka saman meginatriði efnisins

• að spyrja spurninga um hugmyndir og efni textans

• að leita skýringa þegar skilning brestur eða eitthvað er óljóst

• að spá fyrir um framhald texta.

Nemendur læra að taka saman meginatriði til að greina mikilvægustu atriði textans. Einnig að spyrja spurninga um efni textans á mismunandi hátt. Lögð er áhersla á að vinna með einstök orð og orðasambönd í textum til að efla lesskilning og auka orðaforða. Með því að spá fyrir rifja nemendur upp það sem þeir vita fyrir um efnið og setja fram tilgátu um hvað gæti gerst næst. Nemendur læra að nálgast lestur á virkan og skipulagðan hátt og læra námshegðun sem hjálpar þeim að verða sjálfstæðari í lestri sínum og færari um að fást við stöðugt flóknara lesefni.

Hlutverk heimilis: 

Hlutverk foreldra er að styðja við lestrarnám barna sinna með því að hlusta á þau lesa daglega í að minnsta kosti 15 – 20 mínútur. Mikilvægt er að foreldrar séu þátttakendur í lestrarnámi barnanna og gefi sér tíma til að ræða innihald þess sem lesið er, útskýra erfið orð og álykta um hvað gæti gerst næst.

Námsmat og skimanir:

Jan/maí               : Aston Index stafsetningarskimun fyrir 6. bekk. Umsjónarkennari leggur þetta próf fyrir en sérkennari fer yfir  og gerir grein fyrir niðurstöðum.

Sept/jan/maí: Lesferilspróf. Lestrarpróf sem tekið er í 4 þáttum í okt, janúar og maí.  Lesfimi lögð fyrir 3 sinnum yfir árið sem og sjónrænn orðaforði, orðleysur lagt fyrir 1 sinni á ári í janúar.

Sept/jan: Orðarún. Lesskilningspróf eftir Dagnýju Birnis, Rósu Eggerts. og Amalíu Björnsd.

Sep/okt: Logos skimun lögð fyrir allan árganginn. Þeir sem mælast fyrir neðan viðmið fara í lestrarátak í 8 vikur. Að því loknu eru nemendur skimaðir aftur til að skoða framfarir. Þeir sem mælast enn undir viðmiðum fara í frekari lestrargreiningu.

Framsagnarpróf – Ef nemandi hefur náð viðmiði 3 í lesfimiprófi þá fer hann í framsagnarpróf.

Lestrarviðmið:

Maíviðmið fyrir lesfimipróf Lesferils – fjöldi rétt lesinna orða á mínútu.
6. bekkur

90% viðmið                        50% viðmið                       25% viðmið
      105                                       155                                  175

 

7. bekkur:

Áherslur í kennslu:

Í lestrarkennslunni er lögð áhersla á að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir. Námið felur í sér að nemendur geti leitað sér þekkingar í gegnum lestur og vinna þeir fjölbreytt verkefni sem reyna á lesskilning og ritun. Hver kennari skipuleggur lestrarkennsluna í sínum bekk og kynnir fyrir foreldrum á haustfundi.

Nemendur lesa áfram heima sem og í skólanum eftir því sem tími vinnst til og um miðjan nóvember tekur við undirbúningur vegna Stóru upplestrarkeppninnar sem Grunnskólinn tekur þátt í ár hvert. Undirbúningur hennar felst í upplestri á ýmiss konar textum, hlustun og framsögn. Einnig lesa kennarar töluvert upphátt fyrir nemendur sína. Hver nemandi hefur bók til að lesa í heima og aðra til að lesa í skólanum.

Framsögn æfð reglulega. 

Gagnvirkur lestur – lesskilningur:

Gagnvirkur lestur felur í sér kennslu fjögurra þátta, sem oftast fer fram í hópakennslu. Nemendum er kennt:

• að taka saman meginatriði efnisins

• að spyrja spurninga um hugmyndir og efni textans

• að leita skýringa þegar skilning brestur eða eitthvað er óljóst

• að spá fyrir um framhald texta.

Nemendur læra að taka saman meginatriði til að greina mikilvægustu atriði textans. Einnig að spyrja spurninga um efni textans á mismunandi hátt. Lögð er áhersla á að vinna með einstök orð og orðasambönd í textum til að efla lesskilning og auka orðaforða. Með því að spá fyrir rifja nemendur upp það sem þeir vita fyrir um efnið og setja fram tilgátu um hvað gæti gerst næst. Nemendur læra að nálgast lestur á virkan og skipulagðan hátt og læra námshegðun sem hjálpar þeim að verða sjálfstæðari í lestri sínum og færari um að fást við stöðugt flóknara lesefni.

Hlutverk heimilis: 

Hlutverk foreldra er að styðja við lestrarnám barna sinna með því að hlusta á þau lesa daglega í að minnsta kosti 15 – 20 mínútur. Mikilvægt er að foreldrar séu þátttakendur í lestrarnámi barnanna og gefi sér tíma til að ræða innihald þess sem lesið er, útskýra erfið orð og álykta um hvað gæti gerst næst.

Námsmat og skimanir:

Sept: Samræmd könnunarpróf.

Sept/jan/maí: Lestrarferilspróf. Lestrarpróf sem tekið er í 4 þáttum í sept, janúar og maí.  Lesfimi lögð fyrir 3 sinnum yfir árið sem og sjónrænn orðaforði, orðleysur lagt fyrir 1 sinni á ári í janúar.

Jan/maí: Aston Index stafsetningarskimun fyrir 7.bekk. Umsjónarkennari leggur þetta próf fyrir en sérkennari fer yfir  og gerir grein fyrir niðurstöðum.

Sept/jan: Orðarún. Lesskilningspróf eftir Dagnýju Birnis, Rósu Eggerts. og Amalíu Björnsd.

Framsagnarpróf – Ef nemandi hefur náð viðmiði 3 í lesfimiprófi þá fer hann í framsagnarpróf.

Lestrarviðmið:

Maíviðmið fyrir lesfimipróf Lesferils – fjöldi rétt lesinna orða á mínútu.
7. bekkur

90% viðmið                        50% viðmið                       25% viðmið
      120                                         165                                                190

 

8. bekkur:

Aukin áhersla hefur verið lögð á lestur á elsta stigi síðustu ár. Nemendur lesa bæði nútímabókmenntir og Íslendingasögur á elsta stigi. Nemendur hafa lestrarmiða heima sem farið er yfir vikulega í skólanum.

Áfram er lögð áhersla á að nemendur lesi sér til ánægju sem og fróðleiks. Þeir nemendur sem enn þurfa á sértækri íhlutun að halda fara áfram í námsver. Nemendur eru hvattir til þess að lesa sér til ánægju bæði heima og í skólanum. Umsjónartímar m.a. nýttir til yndislesturs.

Framsagnartími einu sinni í viku.

Hlutverk heimilis: 

Hlutverk foreldra er að styðja við lestrarnám barna sinna með því að  fylgjast með því að nemendur lesi það sem kennarar setja þeim fyrir og foreldrar kvitta á lestrarmiða vikulega. Mikilvægt er að foreldrar séu þátttakendur í lestrarnámi barnanna og gefi sér tíma til að ræða innihald þess sem lesið er, útskýra erfið orð.

Námsmat og skimanir:

Sept/jan/maí    Lesferilspróf - Lesfimi. Hliðarpróf, nefnuhraði, orðleysur og sjónrænn orðaforði eru notuð fyrir þá sem ekki hafa náð viðmiðum.

Sept/jan              Orðarún.  Lesskilningspróf eftir Dagnýju Birnis, Rósu Eggerts. og Amalíu Björnsd.

Sept/okt          Logos skimun lögð fyrir allan árganginn. Þeir sem mælast fyrir neðan viðmið fara í lestrarátak í 8 vikur. Að því loknu eru nemendur skimaðir aftur til að skoða framfarir. Þeir sem mælast enn undir viðmiðum fara í frekari lestrargreiningu.

Lestrarviðmið:

Maíviðmið fyrir lesfimipróf Lesferils – fjöldi rétt lesinna orða á mínútu.
8. bekkur           

90% viðmið                        50% viðmið                       25% viðmið
  130                                  180                                           210

 

9. bekkur:

Aukin áhersla hefur verið lögð á lestur á elsta stigi síðustu ár. Nemendur lesa bæði nútímabókmenntir og Íslendingasögur á elsta stigi. Nemendur hafa lestrarmiða heima sem farið er yfir vikulega í skólanum.

Áfram er lögð áhersla á að nemendur lesi sér til ánægju sem og fróðleiks. Þeir nemendur sem enn þurfa á sértækri íhlutun að halda fara áfram í námsver. Nemendur eru hvattir til þess að lesa sér til ánægju bæði heima og í skólanum. Umsjónartímar m.a. nýttir til yndislesturs.

Framsagnartími einu sinni í viku.

Hlutverk heimilis: 

Hlutverk foreldra er að styðja við lestrarnám barna sinna með því að  fylgjast með því að nemendur lesi það sem kennarar setja þeim fyrir og foreldrar kvitta á lestrarmiða vikulega. Mikilvægt er að foreldrar séu þátttakendur í lestrarnámi barnanna og gefi sér tíma til að ræða innihald þess sem lesið er, útskýra erfið orð.

 

Námsmat og skimanir:

Mars: Samræmd könnunarpróf í íslensku, stærðfræði og ensku.

Sept/jan/maí: Lesferilspróf - Lesfimi. Hliðarpróf, nefnuhraði, orðleysur og sjónrænn orðaforði eru notuð fyrir þá sem ekki hafa náð viðmiðum.

Jan/maí: Lesskilningspróf sem íslenskukennari leggur fyrir.

Lestrarviðmið:

Maíviðmið fyrir lesfimipróf Lesferils – fjöldi rétt lesinna orða á mínútu.
9. bekkur

90% viðmið                        50% viðmið                       25% viðmið
 140                                  180                                     210

 

10. bekkur:

Aukin áhersla hefur verið lögð á lestur á elsta stigi síðustu ár. Nemendur lesa bæði nútímabókmenntir og Íslendingasögur á elsta stigi. Nemendur hafa lestrarmiða heima sem farið er yfir vikulega í skólanum.

Áfram er lögð áhersla á að nemendur lesi sér til ánægju sem og fróðleiks. Þeir nemendur sem enn þurfa á sértækri íhlutun að halda fara áfram í námsver. Nemendur eru hvattir til þess að lesa sér til ánægju bæði heima og í skólanum. Umsjónartímar m.a. nýttir til yndislesturs.

Framsagnartími einu sinni í viku.

Hlutverk heimilis: 

Hlutverk foreldra er að styðja við lestrarnám barna sinna með því að  fylgjast með því að nemendur lesi það sem kennarar setja þeim fyrir og foreldrar kvitta á lestrarmiða vikulega. Mikilvægt er að foreldrar séu þátttakendur í lestrarnámi barnanna og gefi sér tíma til að ræða innihald þess sem lesið er, útskýra erfið orð.

Sept/jan/maí    Lesferilspróf - Lesfimi. Hliðarpróf, nefnuhraði, orðleysur og sjónrænn orðaforði eru notuð fyrir þá sem ekki hafa náð viðmiðum.

Jan/maí            Lesskilningspróf sem íslenskukennari leggur fyrir.

Lestrarviðmið:

Maíviðmið fyrir lesfimipróf Lesferils – fjöldi rétt lesinna orða á mínútu.
Aldur nemenda     10. bekkur    

90% viðmið                        50% viðmið                       25% viðmið          

145                                            180                                      210

 

 

Lestrarátök í Grunnskólanum í Hveragerði:

2. bekkur.  Lestrarátak í 5 vikur á vorönn sem umsjónarkennarar halda utan um á skólatíma. Lesinn sami texti á einni mínútu 3x.

3. bekkur.  Lestrarátak að hausti með umsjónarkennara og sérkennara. Hópnum skipt í tvennt, annar les Það var Skræpa og hinn les Tína fer í frí.  Unnin vinnubók samhliða og nemendur lesa heima í bókinni sinni.

4. bekkur.  Logospróf og eftir það fer hópurinn í eftirfylgni. Lesinn texti 3x á mínútu heima og í skóla.

5. bekkur.  Ferðin til Samíraka. Bekkjarsett til á bókasafni. Nemendur lesa sameiginlega í henni og unnin verkefni frá kennara.

6. bekkur.  Lesferilspróf lagt fyrir í september. Nemendum er raðað niður í 3 hópa eftir getu.  Lesið er í 8 vikur og Lesferilsprófið frá því í september endurtekið til að fá samanburð. Lesinn texti 3x á mínútu heima og í skóla. Benjamín dúfa lesin og verkefnin unnin.

7. bekkur.  Garðurinn lesinn og verkefni unnin.

8. bekkur.  Logospróf og  eftir það fer hópurinn í eftirfylgni. Lesinn texti 3x á mínútu heima og í skóla.

Rökkurhæðir- ófriður lesin og vinnubók unnin. Laxdæla lesin og vinnubók.

9. bekkur.  Mýrin lesin og verkefni unnin. Gunnlaugs saga ormstungu lesin og verkefni unnin.

10. bekkur.  Englar alheimsins og ritgerð unnin í kjölfarið. Gísla saga Súrssonar lesin og verkefni unnin.