SELFIE - stafræn hæfni

Á skólaárinu 2020-2021 tekur Grunnskólinn í Hveragerði þátt í SELFIE-verkefninu sem er sjálfsmatsverkfæri á vegum Evrópusambandsins sem miðar að því að meta stafræna hæfni skóla og styðja við þá í nýtingu þeirra tækifæra sem í boði eru um stafræna tækni í námi og kennslu. SELFIE kom fyrst út árið 2018 og er þróað fyrir fimm skólastig en eftir því sem við á bregðast stjórnendur, nemendur og kennarar við stuttum spurningum eða fullyrðingum sem skiptast niður í sex misjafna áhersluþætti sem snúa allir að notkun stafrænnar tækni:

1. Tæknilegir innviðir og tækjabúnaður

2. Stjórnun

3. Starfsþróun

4. Nám og kennsla

5. Námsmatsaðferðir

6. Stafræn hæfni nemenda

Lagt er upp með að nýta niðurstöður könnunarinnar til úrbóta á sviði stafrænnar hæfni skólans.