Stundatöflur

Skóladagurinn hefst kl. 08:10 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga og kl. 08.30 á mánudögum og föstudögum í 1.-6. bekkjum. Í 7.-10. bekkjum byrjar skóladagurinn alla daga 08:30. Skólahúsnæðið er opið frá kl. 07:30 á morgnana.  Boðið er upp á hafragraut á morgnana frá kl. 07:50 – 08:05. Eftir að skóla lýkur á daginn býðst nemendum 1. – 3. bekkja lengd viðvera á skólaseli til kl. 17:00. Nemendum er tvískipt í 20 mínútna frímínútur kl. 09:30 og 09:50. Frímínútnagæsla er í höndum stuðningsfulltrúa skólans. Um svipað leyti er stuttur nestistími nemenda. Þeir geta komið með hollt nesti að heiman eða verið í ávaxta- og/eða mjólkuráskrift, sjá nánar á heimasíðu skólans. Hádegishlé er á tímabilinu 11:30 – 12:50, matseðil má nálgast á heimasíðu skólans. Nemendur sækja sundtíma við sundlaugina í Laugaskarði og íþróttir eru kenndar í íþróttahúsinu við skólann. List- og verkgreinar (smíði, textílmennt, myndmennt, heimilisfræði, leik- og tónlist) eru kenndar í lotum. Þá er útivist í stundatöflum í öllum árgöngum. Óhætt er að fullyrða að útikennsla, að flytja kennslu að einhverju leyti út fyrir veggi skólans, auðgi og styrki allt nám ásamt því að vera hollt fyrir bæði líkama og sál.