Skólasel

Frístundaheimilið Skólasel er fyrir nemendur á yngsta stigi Grunnskólans í Hveragerði og er er til húsa í Bungubrekku, Breiðumörk 27a, í sama húsi og félagsmiðstöðin.

Það er opið frá því að skóladegi lýkur og til 17.00.

Markmið Skólaselsins eru:

  • að skapa börnunum öruggt, hlýlegt og notalegt umhverfi þar sem þau fá notið sín í leik og starfi.
  • Að gefa börnunum tækifæri til að leika í frjálsum leik með félögum sínum en þó í vernduðu umhverfi.
  • Að gera börnunum kleift að stunda tónlistarnám á viðverutíma.
  • Að gera börnunum kleift að stunda tómstundir á viðverutíma.
  • Að stuðla að því að börnin upplifi sig á jákvæðan hátt og fái aukið sjálfstraust.
  • Að efla hreyfi- og tjáningarfærni barnanna.
  • Að stuðla að því að börn upplifi íþróttir sem jákvæða og ánægjulega reynslu.

Smelltu á vef Bungubrekku fyrir nánari upplýsingar.