Hlutverk nemendaráðs er að vinna að félags- hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Umsjónarmaður félagsstarfs, starfar með ráðinu. Nemendaráð er æðsta ráð nemenda við Grunnskólann í Hveragerði. Tilgangur félagsins er að halda uppi félagsstarfi í skólanum, efla félagslegan áhuga nemenda og standa vörð um hagsmuni og velferð allra nemenda skólans. Formaður og gjaldkeri nemendaráðs sitja sem fulltrúar nemenda í Skólaráði. Allir nemendur í 8. - 10. bekk eru félagar í félaginu. Miðað skal við að ný stjórn sé kosin að vori og formleg stjórnarskipti fari fram á síðasta skóladegi skólaársins. Nefndir, undir stjórn nemendaráðs, eru auk nemendaráðsins sjálfs; íþróttanefnd, félagsmiðstöðvarráð, tækninefnd og skreytinganefnd. Einfaldur meirihluti nægir til þess að samþykkja mál innan nemendaráðs.
Nemendaráð GíH 2020-2021
Formaður: Ívar Dagur Sævarsson 10.SS
Varaformaður: Ragnar Leó Sigurgeirsson 10.GA:
Meðstjórnendur:
Óliver Þorkelsson
Rannveig Sigurjónsdóttir
Hlynur Ingi Óskarsson
Ragnar Sigvard Arinbjarnar
Lúkas Aron Stefánsson
Ethel María Haukdal
Hallgrímur Daðason
Ólafur Unnar Steinn Rúnarsson