Námsgögn

Nemendur fá öll námsgögn í skólanum auk þess að fá kennslubækur til afnota. Nemendur eru hvattir til að fara vel með námsgögn. Nemendur sem þurfa hljóðbækur hlaða þeim niður af vef Menntamálastofnunar eða nýta aðgang sinn að Hljóðbókasafninu.

Kennarar hafa aðgang að fáeinum spjaldtölvum til notkunar fyrir nám og geta hlaðið skólabókum inn á spjaldtölvuna og jafnframt nýtt hana í stuttmyndagerð og önnur skapandi verkefni. Vonast er til að skólinn geti fjárfest í fleiri spjaldtölvum fyrr en síðar enda eftirspurnin talsvert meiri en framboð. Þá nota nokkrir kennarar forritin Seesaw, Goformative, Zoom, Microsoft Teams o.fl. í kennslu.