Forföll og leyfi

Forráðamenn tilkynna forföll nemenda fyrir upphaf skóladags gegnum Mentor eða hjá ritara skólans í síma 483-0800. Ef nemandi þarf að fá leyfi hluta úr degi eða einn skóladag skal hafa samband við umsjónarkennara. Þegar um lengri tíma er að ræða en tvo daga skal sækja um leyfi, sjá HÉR

Það er á ábyrgð foreldra/forráðamanna að sjá til þess að nemendur vinni upp það námsefni sem þeir missa af í lengra leyfi. Ef óskað er eftir undanþágu frá skyldunámi í námsgrein er sótt um það skriflega til aðstoðarskólastjóra eða deildarstjóra sem leggur umsókn fyrir nemendaverndarráð til umsagnar.

Sjá ítarlegri upplýsingar í reglum skólans um skólasókn og ástundun HÉR