Fréttir

Aðgengi að skólanum þessa viku

Komið þið sæl. Með tilkomu þriðju bylgju Covid 19 hefur verið hert á viðbragðsáætlun hjá okkur í Grunnskólanum í Hveragerði. Við höldum áfram að gæta að sóttvörnum og einn liður í því er að takmarka umgengni utanaðkomandi aðila inn í skólahúsnæðið...
Lesa meira

Sinfóníutónleikar

Sinfóníuhljómsveit Suðurlands, fjórtán manna klassísk hljómsveit undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar heimsótti Grunnskólann í Hveragerði í vikunni og spilaði fagra tóna fyrir nemendur í 2. og 3. bekkjum.
Lesa meira

Fyrsta nemendaþing skólaársins

Í skólanum eru reglulega haldin nemendaþing yfir skólaárið. Hið fyrsta var haldið sl. þriðjudag og að þessu sinni tóku nemendur í 5. og 7. bekkjum þátt. Markmið nemendaþinga eru að veita nemendum tækifæri til að taka þátt í lýðræðislegri samræðu um málefni sem hefur merkingu fyrir daglegt líf þeirra og skipulag skólastarfsins.
Lesa meira

Skólafærninámskeið

Ákveðið hefur verið að Skólafærninámskeið í grunnskólum í Árnesþingi verði haldin í Teams fjarfundabúnaði í ár, í takt við tilmæli almannavarna um samkomuhald. Ákvörðunin er einnig tekin með tilliti til aðgerða skólastjórnenda í Árnesþingi sem margir hafa gert ráðstafanir með það að markmiði að fækka heimsóknum fullorðinna inn í skólana eins og við verður komið.
Lesa meira

Skipulag septembermánaðar o.fl.

Heil og sæl. Skipulag septembermánaðar í skólanum okkar er með hefðbundnum hætti, hér koma helstu viðburðir utan venjulegs skólastarfs sem við viljum vekja athygli foreldra á. 4. sept. - Haustþing/skipulagsdagur...
Lesa meira

Vel heppnaðar árgangagöngur

Á fimmtudag í síðustu viku voru árgangagöngur skólans. Gönguferðirnar tókust mjög vel enda veðrið milt og gott. Nemendur fóru misjafnar leiðir...
Lesa meira

Nýtt símanúmer skólans

Grunnskólinn í Hveragerði hefur fengið nýtt símanúmer. Nýja símanúmerið er 483-0800.
Lesa meira

Árgangagöngur og myndataka

Komið þið sæl. Árgangagöngur verða á morgun, fimmtudag. Jafnframt eru 1., 4. og 7. bekkir í myndatöku...
Lesa meira

Tilkynning um upphaf skólastarfs

Tilkynning um upphaf skólastarfs. Nemendur skólans mæti á skólasetningu mánudaginn 24. ágúst sem hér segir:...
Lesa meira

Auglýst eftir starfsfólki á skólasel

Skólaselið í Bungubrekku óskar eftir starfsfólki í hlutastarf. Vinnutími mun vera frá kl. 12:30 til 16:00 alla virka daga. Umsóknarfrestur er til 21. ágúst 2020. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á að vinna með börnum, vera jákvæður, hafa góða færni í mannlegum samskiptum og gott vald á íslensku...
Lesa meira