Vinátta - forvarnarverkefni Barnaheilla

Grunnskólinn í Hveragerði er vináttuskóli Barnaheilla.

Vinátta er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti ætlað leikskólum, fyrstu bekkjum grunnskóla, frístundaheimilum og dagforeldrum. Verkefnið felst í útgáfu námsefnis sem ætlað er börnum, foreldrum þeirra og starfsfólki. 1. bekkur vinnur markvisst með námsefni Vináttu en það er námsefni sem einnig er unnið með í leikskólanum og því fín samfella á milli skólastiga. Þessi vinna kemur t.d. í stað bekkjarfunda Olweusar í 1. bekk þar sem þau leysa myndrænar klípusögur, stunda vinanudd, fara í útileiki tengdu námsefninu o.fl.

Vinátta byggist á nýjustu rannsóknum á einelti og á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem mikilvægt er að séu samofin öðru starfi þeirra skóla sem vinna með efnið. Auk þess byggir Vinátta á raunhæfum verkefnum fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra. Þátttaka allra í þessu er grundvöllur þess að vel takist til.

Vinátta felst í því að fyrirbyggja einelti með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð viðhorf til allra í hópnum. Lögð er sérstök áhersla á að ná til þeirra barna og fullorðinna sem verða vitni að einelti og hvetja þau til að bregðast við því.

Sjá nánar hér