Vel heppnaður góðgerðardagur

Hér var líf og fjör sl. föstudag á góðgerðardegi skólans. Fjörið hófst með gangasöng og svo tók við fatamarkaður, lukkuhjól og básar um allan skólann með allskyns varningi til sölu. Þá voru nemendur á elsta stigi með kaffihús í mötuneyti skólans. Allur ágóði fer til Neistans sem er styrktarfélag hjartveikra barna. Styrkurinn verður afhentur til Neistans á opnum gangasöng 16. desember nk.