Ríkislögreglustjórinn - Almannavarnadeild

Komið þið sæl.

Skólar starfa nú samkvæmt viðbragðsáætlunum sínum og bregðast við aðstæðum með hliðsjón af fyrirmælum sóttvarnarlæknis og almannavarna. Mikilvægt er að nemendur, foreldrar og forráðamenn geri það einnig.

Grunnskilaboðin þessi dægrin eru:
- Hreinlæti er fyrir öllu: Þvoum okkur oft og vel um hendurnar með vatni og sápu. Gott er að nota líka
handspritt ef hendur eru ekki sýnilega óhreinar.
- Ef þú þarft að hósta eða hnerra er betra að gera það í olnbogann eða í bréf en ekki í hendurnar eða út í loftið.
- Gætum þess að snerta andlitið sem minnst með höndunum, t.d. augun, munninn og nefið því þannig getur
veiran komist inn í líkamann.
- Forðumst faðmlög, kossa og knús, notum heldur brosið. Þannig er hægt að forðast smit og forðast að smita
aðra.
- Forðumst náin samskipti við þá sem eru veikir.
- Tökum hlutunum með ró og förum eftir leiðbeiningum.
Það er mikilvægt að við stöndum öll saman í því að hægja á útbreiðslu veirunnar.

Vinsamlega lesið þetta viðhengi

In English

In Polish

Bestu kveðjur,
Sævar Þór Helgason
Grunnskólinn í Hveragerði