Nemendaþing

Nemendaþing
Nemendaþing

Nú eru tvö nemendaþing Grunnskólans í Hveragerði að baki. Nemendur í 7. – 10. bekk tóku þátt í því fyrra og nemendur í 1. og 2. bekk í því seinna. Þessi nemendaþing heppnuðust gríðarlega vel. Nemendur fengu þarna tækifæri til að taka þátt í lýðræðislegri samræðu um málefni sem hefur merkingu fyrir daglegt líf þeirra og skipulag skólastarfsins. Nemendum var skipt upp í aldursblandaða hópa og voru eldri nemendur fengnir til að vera hópstjórar. Með þessu fyrsta þingi var verið að efla vitund nemenda um eigin áhrif í skólastarfinu. Við fengum fram sjónarhorn nemenda í ýmsum málaflokkum og þau lögðu fram tillögur um hvað hægt sé að gera til að hafa jákvæð áhrif á daglegt starf í skólanum og víðar.