Lestrarátök að hefjast

Til foreldra barna sem þurfa að æfa leshraða og lesskilning: 

Við erum að byrja lestrarátak í skólanum. Markmiðið með átakinu er að auka leshraða og lesskilning. Nemendur fá með sér hefti með lestextum til að lesa í heima.  Hvern texta á að lesa þrisvar sinnum og taka tímann í hvert sinn og skrá í skráningarheftið sem er í lestrartextanum. Lesturinn ætti að taka styttri tíma í hvert sinn.

Til að efla lesskilning  er gott að byrja á því að lesa textann saman og ræða innihald hans. Gott er að fara yfir erfið orð, framburð þeirra og merkingu. Í lok átaksins verða nemendur lestrarprófaðir í skólanum til að meta framfarir. 

Mikilvægt er að lesheftið sé alltaf í töskunni.

Til foreldra barna sem þurfa að æfa lesskilning og lestrarlag: 

Við erum að byrja lestrarátak í skólanum. Markmiðið með átakinu er að efla lesskilning og lestrarlag. Nemendur fá með sér hefti með lestextum til að lesa í heima.  Hvern texta á að lesa einu sinni yfir og svara munnlega spurningunum sem eru neðst á blaðsíðunni. Til að efla lesskilning  er gott að byrja á því að lesa textann saman og ræða innihald hans. Gagnlegt er að fara yfir erfið orð, framburð þeirra og merkingu. Í lok átaksins verða nemendur lestrarprófaðir í skólanum til að meta framfarir. 

Mikilvægt er að lesheftið sé alltaf í töskunni.