Hrekkjavaka

Á laugardaginn er hin árlega hrekkjavaka. Vegna hennar gerðum við okkur glaðan dag en innan þess ramma sem sóttvarnarráðstafanir gera ráð fyrir. Nemendur skólans máttu koma í búningum, náttfötum eða kósýgalla í dag og margir starfsmenn tóku þátt í því.

Umsjónarkennarar voru margir hverjir með uppbrot í tilefni dagsins og hrekkjavökugetraun var fyrir öll stigin.

Stuð og stemmning hjá okkur í dag.