Aðalfundur og tenglafundur foreldrafélags Grunnskólans í Hveragerði

Til allra foreldra og forráðamanna barna í Grunnskólanum í Hveragerði.

Fundarboð fyrir aðalfund foreldrafélags GÍH og tenglafund bekkjatengla GÍH

Aðalfundur og tenglafundur foreldrafélags Grunnskólans í Hveragerði verður haldinn, þriðjudaginn 29. september kl. 18.00, í Grunnskólanum.

Dagskrá:
1) Hefðbundin aðalfundastörf
2) Bekkjatenglafundur

Félagið óskar eftir þremur til fimm fulltrúum til starfa í stjórn foreldrafélags GÍH. Áhugasamir eru hvattir til að bjóða sig fram. Komist viðkomandi ekki á fundinn má senda póst á netfangið svavadora@gmail.com og bjóða fram krafta sína.

Foreldrar/forráðamenn nýrra nemenda í Grunnskólanum í Hveragerði eru sérstaklega boðnir velkomnir.

Stjórn foreldrafélags Grunnskólans í Hveragerði.