Hvatningarverðlaun í baráttunni gegn einelti

Guðríður Aadnegard, náms­ráðgjafi og um­sjón­ar­kenn­ari við Grunn­skól­ann í Hvera­gerði, hlaut hvatn­ing­ar­verðlaun dags gegn einelti í dag. For­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, og Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra af­hentu henni verðlaun­in við hátíðlega at­höfn í Rima­skóla.

Þetta kem­ur fram í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu frá Heim­ili og skóla, lands­sam­tök­um for­eldra, Ekk­ert hat­ur, verk­efni gegn hat­ursorðræðu, og SAFT, vakn­ingar­átaki um ör­ugga og já­kvæða tölvu- og nýmiðlanotk­un barna og ung­linga á Íslandi.

Þykir góð fyr­ir­mynd fyr­ir aðra kenn­ara

Fagráð gegn einelti hjá Mennta­mála­stofn­un valdi verðlauna­hafa úr inn­send­um til­nefn­ing­um og varð Guðríður fyr­ir val­inu vegna þess ómet­an­lega starfs sem hún hef­ur unnið í einelt­is­mál­um und­an­far­in ár. Hún sé þar að auki góð fyr­ir­mynd fyr­ir aðra kenn­ara þegar kem­ur að sam­skipta­mál­um nem­enda, að því er greint frá í til­nefn­ing­unni. Hún hafi í gegn­um tíðina látið mál­efni nem­enda sig sér­stak­lega varða og nálg­ast þau af mik­illi hlýju og virðingu. Þá hafi Guðríður einnig látið til sín taka á vett­vangi íþrótta þar sem hún starfaði í broddi fylk­ing­ar hjá HSK, UMFÍ og ÍSÍ. Þar hafi hún sem fyrr ávallt haft hag iðkenda að leiðarljósi og lagt ríka áherslu á góð sam­skipti inn­an vall­ar sem utan.

Sigrún Edda Eðvarðsdótt­ir, formaður Heim­il­is og skóla, og Sigrún Garcia Thor­ar­en­sen, formaður fagráðs gegn einelti, ávörpuðu sam­kom­una auk for­seta Íslands, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og verðlauna­haf­ans. Nem­end­ur Rima­skóla settu einnig skemmti­leg­an svip á dag­skrána. Stúlk­ur í 5. bekk dönsuðu vinadans, atriði skól­ans úr Skrekk var flutt en það fjall­ar um einelti gegn nýj­um nem­enda í skóla og Kol­brún Arna Kára­dótt­ir, nem­andi í 9. bekk flutti ljóð sitt „Það þarf aðeins einn“ sem hún samdi í til­efni af degi gegn einelti.

Sjá fréttina á vef Mbl