Bekkjartenglar

Upplýsingar um bekkjartengla fást hjá ritara skólans.

 • Að vera tengill er ekki kvöð, heldur spennandi verkefni sem vonandi flestir foreldrar fá tækifæri til að sinna.
 • Hlutverk tengla er að efla og styrkja samstarf foreldra/forráðamanna og nemenda auk þess að leitast við að treysta samband heimila og skóla innan hverrar bekkjardeildar.
 • Tenglar eru tengiliðir foreldra við umsjónarkennara og koma sjónarmiðum foreldra á framfæri þegar þess er þörf. Í samvinnu við kennara skipuleggja þeir í lok skólaárs fasta viðburði á komandi haustönn, t.d. bekkjakvöld og foreldrakvöld. Í upphafi skólaárs fasta viðburði á vorönn.
 • Ef engir úr foreldrahópnum bjóðast til tenglastarfa þá ræður stafrófsröð nemenda hverjir eru tenglar.
 • Tenglar fylgjast með því að foreldrastarfið sem ákveðið er í bekknum sé framkvæmt, t.d. bekkjakvöld, umræðufundir og heimsóknir.
 • Tenglar eru tengiliðir bekkjarins við foreldrafélag (og fulltrúa foreldra í skólaráði) og sitja í fulltrúaráði foreldrafélagsins sem fundar að jafnaði tvisvar á skólaárinu.
 • Tenglar kjósa eftirmenn sína að vori og tilkynna breytingu til stjórnar. Þeir miðla upplýsingum til nýrra tengla og afhenda bekkjarmöppu.
 • Tenglar safna í bekkjarmöppu gögnum um það sem gert hefur verið í foreldrastarfi í bekknum til dæmis myndum og öðru sem gaman er að eiga sem og ýmsum öðrum gögnum, t.d. frá skólanum, foreldrafélaginu og skólayfirvöldum. Þeir bera ábyrgð á að mappan fylgi bekknum og fari eftir útskrift nemenda á skólabókasafnið. 
 • Tenglar aðstoða kennara við að skipuleggja þátttöku foreldra í skólastarfinu eftir því sem við á, t.d. í tengslum við vettvangsferðir, starfskynningar og heimsóknir foreldra í bekkinn.
 • Tenglar aðstoða stjórn foreldrafélagsins við framkvæmd einstakra stærri viðburða s.s. jólaföndur og vorhátíð.
 • Tenglar skulu gæta þess að hafa velferð nemenda, foreldra og kennara að leiðarljósi í bekkjarstarfinu og virða trúnað um persónulega hagi nemenda og foreldra.