Heim

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Undankeppnin í Stóru upplestrarkeppninni fór fram þann 20. febrúar. Keppnin er haldin ár hvert og er fyrir nemendur í 7. bekk. Undirbúningur hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu 16. nóvember og lýkur í mars með því að valdir eru þrír bestu upplesarar í hverju byggðarlagi, eða í umdæmi hverrar skólaskrifstofu. Æfingar hjá okkar nemendum höfðu staðið yfir í dágóðan tíma og meðal annars fóru krakkarnir alloft upp í Bæjarás og lásu fyrir eldri borgara og höfðu allir gaman af.

Þrír nemendur og tveir til vara voru valdir af þriggja manna dómnefnd en þeir komast áfram í aðalkeppnina sem verður haldin í Þorlákshöfn þann 22. mars næstkomandi.

Þau sem komast áfram i aðalkeppnina voru: Helga María Janusardóttir, Rannveig Arna Sigurjónsdóttir og Ragnar Leó Sigurgeirsson. Til vara og stuðnings voru þau Ívar Dagur Sævarsson og Erna Eir Þórðardóttir.

Við óskum þeim til hamingju og góðs gengis í aðalkeppninni.

Árshátíð miðstigs 2018

Skíðaferð 10. bekkjar

Síðastliðinn mánudag þann 12. febrúar fór 10. bekkur í skíðaferð í Bláfjöll. Lagt var af stað um kl. 11 en óvíst var hvort allir kæmust þar sem margir nemendur voru fastir í Reykjavík vegna óveðurs sem var deginum áður. Við vorum hinsvegar mjög heppin og ekkert var að veðri er við mættum. Snjór og þoka var þó yfir en það var bara hressandi þegar fólk brunaði niður brekkurnar.

Ferðin byrjaði illa þar sem rútan bilaði og endaði það þannig að draga þurfti hana í gang. Það tókst þó en engu munaði að við færum svo út af á leiðinni.

Þegar komið var í Bláfjöll lá mikil spenna í loftinu. Fólk var þó misspennt. Þegar við mættum var tekið vel á móti okkur. Margir brunuðu beint í stóru brekkurnar og hugsuðu sig lítið um en sumir héldu sig í barnabrekkunum. Ótrúlegt en satt þá meiddist enginn ólíkt í okkar fyrri skíðaferð.

Við dvöldum í Bláfjöllum í u.þ.b. 4 tíma og lögðum af stað heim um 16:00. Allir tóku virkan þátt í ferðinni og við vorum virkilega örmagna er heim 

var komið. Ferðin var æðisleg í alla staði og allir skemmtu sér konunglega.

 

Gígja Marín Þorsteinsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

Page 4 of 221

Viðburðadagatal

Last month March 2018 Next month
S M T W T F S
week 9 1 2 3
week 10 4 5 6 7 8 9 10
week 11 11 12 13 14 15 16 17
week 12 18 19 20 21 22 23 24
week 13 25 26 27 28 29 30 31

Á döfinni

Thursday 22. March
PISA könnun í 10. bekk
Saturday 24. March
Páskafrí
Sunday 25. March
Páskafrí
Monday 26. March
Páskafrí
Tuesday 27. March
Páskafrí
Wednesday 28. March
Páskafrí
Thursday 29. March
Páskafrí
Friday 30. March
Páskafrí
Saturday 31. March
Páskafrí
Sunday 01. April
Páskafrí

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top