Heim

Græna vináttan á yngsta stigi

Græn vinátta - samvinnuverkefni okkar við Garðyrkjuskólann að Reykjum tókst vel í ár. Í ár var sáð fyrir mismunandi tegundum af káli og í dag fór hluti af nemenum yngsta stigs upp að Reykjum og gerðu kálið sitt tilbúið til heimferðar. Við þökkum starfsmönnum Garðyrkjuskólans sérstaklega fyrir gott samstarf í ár. 

 

 

 

 

 

 

 

Umræður um heimspeki í 6. bekk

Nemendur í 6. bekk fengu heimsókn frá Guðrúnu Evu Mínervudóttur í dag. Hún spjallaði við nemendur um bók sína Val sem inniheldur smásögur um heimspeki sem hún skrifaði fyrir mörgum árum fyrir nemendur í grunnskóla. Nemendur hafa verið lesa úr henni í heimspekitímum og voru þau því glöð að fá rithöfundinn í heimsókn í spjall. Krakkarnir stóðu sig með prýði og voru búin að undirbúa sig með spurningar til hennar sem hún svaraði þeim. Þetta var virkilega ánægjuleg stund og þökkum við henni kærlega fyrir heimsóknina til okkar í skólann. 

Vorskólinn hafinn

Það er sannkallaður vorboði þegar nemendur úr skólahópum leikskólanna hér í Hveragerði koma í vorskólann hingað til okkar. Fyrsti dagur væntanlegra 1. bekkinga var í dag og næstu tvo daga munu þau koma og vinna að ýmsum verkefnum ásamt því að kynna sér sem best aðstæður í skólanum. Þetta er lokahnykkurinn á því góða samstarfi sem unnið er allt skólaárið til að brúa bilið á milli leikskóla og grunnskóla. Það voru glöð börn sem undu hag sínum vel á þessum nýja stað sínum og verður gaman að taka á móti þeim í haust. 

Foreldrar verðandi 1. bekkinga eiga að mæta á fræðslufund á morgun, miðvikudaginn 16. maí á sal skólans kl 18 - 19, þar sem umsjónarkennarar munu fara yfir helstu áherslur næsta skólaárs.

Page 4 of 230

Viðburðadagatal

Last month September 2018 Next month
S M T W T F S
week 35 1
week 36 2 3 4 5 6 7 8
week 37 9 10 11 12 13 14 15
week 38 16 17 18 19 20 21 22
week 39 23 24 25 26 27 28 29
week 40 30

Á döfinni

No events

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top