Heim

Dagur íslenskrar tungu 2017

Í dag er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur um land allt. Við fengum af því tilefni góðan gest til okkar, en Ævar Þór Benediktsson, leikari, rithöfundur og vísindamaður kom í heimsókn til okkar. Hann las fyrir nemendur skólans upp úr nýjustu bók sinni sem heitir Þitt eigið ævintýri.  

Sögusvið bókarinnar er stórhættulegur ævintýraskógur, stútfullur af furðuverum og óvættum, þar sem lesarinn fær að velja söguþráðinn eftir sínu höfði.

Það var greinilegt að þessi saga féll vel í kramið hjá nemendum enda hlustuðu þeir með andakt á upplesturinn og fengu svo í lokin að spyrja Ævar ýmissa spurninga. Við þökkum honum kærlega fyrir komuna.

 

Líf og fjör í heimilisfræði

Það er alltaf mikið líf og fjör í smiðjunum í skólanum. Þar koma krakkarnir í hverri viku og vinna að ýmsum áhugaverðum verkefnum. Hér má sjá smá brot af smiðjuvinnunni í heimilisfræði en þar er ávallt eitthvað girnilegt sem nemendur búa til og bera á borð.

 

Heimanámsstefna GÍH 2017 - 2018

Heimanámsstefna Grunnskólans í Hveragerði skólaárið 2017-2018 er komin inn á heimasíðu skólans og má nálgast hér.

Þar segir meðal annars. Foreldrar bera ábyrgð á námi barna sinna og ber þeim að fylgjast með námsframvindu þeirra í samvinnu við þau og kennara þeirra. Nemendur bera ábyrgð á eigin námi og á framkomu sinni og samskiptum með hliðsjón af aldri og
þroska (Lög um grunnskóla, 2008 nr. 91).

Eftirfarandi viðbætur hafa verið samþykktar í skólasóknarreglur skólans.

Heimalestur - í samræmi við heimanáms- og lestrarstefnu skólans:
Umsjónarkennarar yfirfara lestrarmiða í umsjón fyrsta kennsludag vikunnar.
- Heimalestri ábótavant. Fá þeir sem ekki lesa alla fimm dagana skráða -0,5 punkta.
- Las ekkert heima. Ef ekkert er lesið þá vikuna fá þeir -1 punkt.

Fjöldi rannsókna sýnir fram á að þátttaka foreldra í námi barnanna styrkir þau í námi, það á einnig við um árangur þeirra í lestri. Afburðagóðan árangur finnskra barna í lesskilningi má rekja til menntunar- og félagslegra þátta, finnskir foreldrar lesa mikið. Á bókasöfnum þar í landi hefur almenningur mjög gott aðgengi að bókum og blöðum, en lestrarfærni tengist sterklega því umhverfi sem börn alast upp í. Börn stíga sín fyrstu spor í lestri á heimilunum og hafa foreldrar eða fjölskyldan meiri áhrif á viðhorf barna til lesturs en skólinn.

Bestu kveðjur,
Stjórnendur Grunnskólans í Hveragerði

Page 4 of 214

Viðburðadagatal

Last month December 2017 Next month
S M T W T F S
week 48 1 2
week 49 3 4 5 6 7 8 9
week 50 10 11 12 13 14 15 16
week 51 17 18 19 20 21 22 23
week 52 24 25 26 27 28 29 30
week 1 31

Á döfinni

Tuesday 19. December
Litlu jól yngsta stigs
Tuesday 19. December
Litlu jól mið- og elsta stigs
Tuesday 19. December
Íþróttahátíð elsta stigs
Wednesday 20. December
Kertadagur
Wednesday 03. January
Kennsla hefst á nýju ári
Monday 15. January
Skipulagsdagur

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top