Heim

4. bekkur í Stundinni okkar

Baldvin og Björgvin takast í hendurÍ síðustu viku fór 4. bekkur í heimsókn í Stundina okkar. Ferðina unnu börnin í haust þegar þau tóku þátt í sokkakeppninni. Ferðin gekk ákaflega vel og börnin voru foreldrum sínum og skólanum til sóma eins og við var að búast. Nokkrir foreldrar fengu að koma með og skemmtu þeir sér ekki síður en börnin við að skoða leikmyndir sjónvarpsins, til að mynda úr síðasta áramótaskaupi því svo heppilega vildi til að Úlfur Grönvold leikmyndahönnuður sjónvarpsins leiddi hópinn um húsið. Ólöf mamma Baldvins Alans í 4.H var svo elskuleg að koma með blóm til að færa Björgvini Franz og Stundinni okkar frá hópnum áður en haldið var heim á leið. 

Kolbrún Guðmundsdóttir

 

Gleðilegt ár

Starfsfólk og nemendur Grunnskólans í Hveragerði óskar öllum gleðilegs árs og friðar með þökkum fyrir samstarfið á liðnu ári.

Gleðileg jól

JólaballNemendur og starfsfólk Grunnskólans í Hveragerði óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Við hlökkum til að hittast aftur þriðjudaginn 4. janúar kl. 8:10 en þá hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.

Page 217 of 230

Viðburðadagatal

Last month October 2018 Next month
S M T W T F S
week 40 1 2 3 4 5 6
week 41 7 8 9 10 11 12 13
week 42 14 15 16 17 18 19 20
week 43 21 22 23 24 25 26 27
week 44 28 29 30 31

Á döfinni

Thursday 18. October
Vetrarfrí
Friday 19. October
Vetrarfrí
Saturday 27. October
Fyrsti vetrardagur
Thursday 08. November
Baráttudagur gegn eineltih
Thursday 15. November
Skipulagsdagur
Friday 16. November
Dagur íslenskrar tungu

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top