Heim

Allt bleikt

Allt_bleiktÍ dag er bleiki dagurinn og eru landsmenn hvattir til að klæðast bleiku til tákns um samstöðu í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Starfsfólk Grunnskólans létu ekki sitt eftir liggja og mættu til vinnu í misjafnlega bleikum fötum og/eða með bleika fylgihluti. Margir nemendur komu einnig í bleiku. Á myndinni má sjá starfsfólkið sem mætti í bleiku að syngja afmælissönginn fyrir Guðna S. Óskarsson sem verður sextugur á mánudaginn 11. okt.

 

 

Viðtal á RÚV

Á dögunum komu dagskrárgerðarkonur frá RÚV í heimsókn í skólann og tóku viðtal við tvo nemendur vegna verkefnisins Göngum í skólann. Ég hvet ykkur til að hlusta á þau Dagbjart og Esther Helgu úr 5.Ö. Þau eru sannarlega upprennandi „útvarpsstjörnur“.

 Smellið á hlusta á þáttinn

9. bekkur að Laugum í Sælingsdal

Vikuna sem er að líða 4. – 8. október , dvelja nemendur í  9. bekk  í ungmenna- og tómstundabúðum UMFÍ að Laugum í Sælingsdal.

Starfsemi ungmennabúðanna byggir á fjórum meginstoðum sem eru: Menning, útivist, hreyfing og félagsfærni. Markmiðið er að unglingarnir öðlist færni í umræðu um þau mál sem brenna á þeim hverju sinni, læri tillitssemi, umburðarlyndi og ábyrgð. Ýmis námskeið eru í boði á meðan á dvölinni stendur auk þess sem farið er í heimsókn á bæi í sveitinni til þess að kynnast störfum bænda. Loks er bær Eiríks rauða heimsóttur og þar kynnast nemendur menningu, sögu og aðstæðum víkinganna fyrr á öldum.

Nemendur hér við skólann hafa áður sótt búðirnar og haft af því bæði mikið gagn og gaman.

Page 217 of 218

Viðburðadagatal

Last month February 2018 Next month
S M T W T F S
week 5 1 2 3
week 6 4 5 6 7 8 9 10
week 7 11 12 13 14 15 16 17
week 8 18 19 20 21 22 23 24
week 9 25 26 27 28

Á döfinni

Thursday 22. February
Árshátíð miðstigs
Thursday 01. March
Árshátíð yngsta stigs
Thursday 15. March
Vetrarfrí
Friday 16. March
Vetrarfrí
Monday 19. March
Skipulagsdagur

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top