Heim

Tónfundur

Spilað fjórhent á píanóTónlistarskóli Árnessýslu (Hveragerðisdeild) er til húsa í Grunnskólanum og nemendur geta farið í tónlistartíma á skólatíma eftir samkomulagi kennara í báðum skólum og foreldra. Samstarfið hefur verið gott og ánægjulegt að hafa skólana undir sama þaki. Kennarar í tónlistarskólanum eru liðlegir að aðstoða við undirleik t.d. í helgileik og á litlu jólum og nemendur spila á athöfnum og skemmtunum í skólanum. Þann 14. desember verður lifandi tónlist í holinu á vegum Tónlistarskólans, þar sem nemendur spila jólalögin. Þriðjudaginn 23. nóvember var tónfundur hjá nemendum Margrétar Stefánsdóttur. Á myndinni sjást frænkurnar Eva Björg og Katrín Ósk spila fjórhent á píanó.

Brunavarnir í 3. bekk

Snorri slökkviliðsstjóri í heimsóknÍ dag kom Snorri slökkviliðsstjóri í heimsókn í 3. bekk. Heimsóknin er liður í eldvarnarvarnarátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Tilgangurinn er að fræða nemendur um eldvarnir  og gefa þeim kost á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni. Nemendur fengu að gjöf litabók og segul til að setja á ísskápinn.

Á aðventunni og fram yfir áramót er notkun opins elds og rafmagnstækja í hámarki og af því hafa hlotist eldsvoðar og alvarleg slys. Eldvarnaátak LSS miðar að því að hvetja almenning til varkárni í umgengni við eld og huga að eldvörnum á heimilinu. Við þökkum Snorra slökkviliðsstjóra kærlega fyrir komuna.

   

 

Grjónapúðinn góði

8. bekkur á grjónapúðanumÍ síðastliðinni viku barst skólanum gjöf frá foreldrum barna í skólanum. Það var grjónapúði sem settur var á ganginn hjá unglingadeildinni. Eins og sést á myndinni nýtur hann mikilla vinsælda hjá nemendum. Skólinn þakkar kærlega fyrir þessa góðu gjöf. 

Page 208 of 214

Viðburðadagatal

Last month December 2017 Next month
S M T W T F S
week 48 1 2
week 49 3 4 5 6 7 8 9
week 50 10 11 12 13 14 15 16
week 51 17 18 19 20 21 22 23
week 52 24 25 26 27 28 29 30
week 1 31

Á döfinni

Tuesday 19. December
Litlu jól yngsta stigs
Tuesday 19. December
Litlu jól mið- og elsta stigs
Tuesday 19. December
Íþróttahátíð elsta stigs
Wednesday 20. December
Kertadagur
Wednesday 03. January
Kennsla hefst á nýju ári
Monday 15. January
Skipulagsdagur

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top