Heim

Fréttir frá Skjálftaskjóli

Samsuð 2011Skjálftaskjól sigraði Samsuð!

Á föstudaginn fór fram Samsuð söngvarakeppnin í Njálsbúð V-Landeyjum. Fulltrúar Skjálftaskjóls, þær Birta Hörn, Sædís og Anna María gerðu sér lítið fyrir og sigruðu keppnina með glæsibrag. Þær fluttu lagið No one eftir Alicia Keys við íslenskan texta eftir Heimi Eyvindarson stórpoppara og kennara við Grunnskólann í Hveragerði. Alls tóku níu félagsmiðstöðvar af Suðurlandi  þátt í kepnninni og komust stelpurnar okkar áfram í úrslitakeppni Samfés sem fram fer í Laugardalshöll 5. mars næstkomandi. Einnig komust fulltrúar félagsmiðstöðva frá Hvolsvelli og Vestmannaeyjum í úrslitin. Sannarlega glæsileg framistaða hjá stelpunum.

 Mbk,

Páll Sveinsson

Billiardmót í Skjálftaskjóli

Alexander Freyr og Páll SveinssonÁ dögunum fór fram billiardmót miðstigs á opnu húsi Skjálftaskjóls. Góð þátttaka var á mótinu og sáust mörg snilldartilþrifin. Eftir æsilega úrslitaviðureign stóð einn eftir sem sigurvegari, Alexander Freyr W. Stefánsson úr 6. H sem sést hér taka við farandbikar af Páli Sveinssyni, forstöðumanni Skjálftaskjóls.

 

4. bekkur í Stundinni okkar

Baldvin og Björgvin takast í hendurÍ síðustu viku fór 4. bekkur í heimsókn í Stundina okkar. Ferðina unnu börnin í haust þegar þau tóku þátt í sokkakeppninni. Ferðin gekk ákaflega vel og börnin voru foreldrum sínum og skólanum til sóma eins og við var að búast. Nokkrir foreldrar fengu að koma með og skemmtu þeir sér ekki síður en börnin við að skoða leikmyndir sjónvarpsins, til að mynda úr síðasta áramótaskaupi því svo heppilega vildi til að Úlfur Grönvold leikmyndahönnuður sjónvarpsins leiddi hópinn um húsið. Ólöf mamma Baldvins Alans í 4.H var svo elskuleg að koma með blóm til að færa Björgvini Franz og Stundinni okkar frá hópnum áður en haldið var heim á leið. 

Kolbrún Guðmundsdóttir

 

Page 208 of 222

Viðburðadagatal

Last month March 2018 Next month
S M T W T F S
week 9 1 2 3
week 10 4 5 6 7 8 9 10
week 11 11 12 13 14 15 16 17
week 12 18 19 20 21 22 23 24
week 13 25 26 27 28 29 30 31

Á döfinni

Saturday 24. March
Páskafrí
Sunday 25. March
Páskafrí
Monday 26. March
Páskafrí
Tuesday 27. March
Páskafrí
Wednesday 28. March
Páskafrí
Thursday 29. March
Páskafrí
Friday 30. March
Páskafrí
Saturday 31. March
Páskafrí
Sunday 01. April
Páskafrí
Monday 02. April
Páskafrí

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top