Heim

Árshátíð yngsta stigs

 Á morgun 31. mars kl. 10:30 verður haldin árshátíð yngsta stigs.

Allir árgangar sýna atriði. Kór yngsta stigs syngur tvö lög.

Hefðbundin kennsla er fram að hátíðahöldunum og skólasel opið eftir hádegi.  

 

7. bekkurinn dreginn út

7. bekkurinnÍ vetur hefur 7.H. tekið þátt í verkefninu Reyklaus bekkur á vegum Lýðheilsustöðvar. Reglulega eru sendar staðfestingar á að nemendur séu reyklausir og Lýðheilsustöð verðlaunar nokkra bekki með geisladiskum. Nú vildi svo skemmtilega til að 7.H. var dreginn út, sjá frétt: http://www.lydheilsustod.is/reyklausbekkur/frettir/nr/3202 og fá nemendur því gjafabréf frá Skífunni í verðlaun.

7.H. stefnir að því að senda inn verkefni í lokakeppnina, en lokaskil eru föstudaginn 29. apríl. Sá bekkur sem sem sendir inn besta lokaverkefnið í keppninni, að mati dómnefndar, vinnur fyrstu verðlaun sem eru ferð til útlanda fyrir allan bekkinn. Önnur verðlaun eru iPod nano fyrir alla í bekknum.

Verðlaun í stærðfræðikeppni

Stærðfræðikeppni grunnskóla á Suðurlandi 2011

Stærðfræðikeppni grunnskóla á Suðurlandi 2010-2011
Verðlaunaafhending í Stærðfræðikeppni grunnskóla á Suðurlandi fór fram föstudaginn 25. mars sl. á Skólaskrifstofu Suðurlands.

Úrslit voru eftirfarandi:

8. bekkur:
1. sæti: Guðjón Helgi Auðunsson, Grunnskólanum í Hveragerði með 81 stig.
2. sæti: Helga Margrét Höskuldsdóttir, Flóaskóla með 72 stig.
3. sæti: Harpa Hlíf Guðjónsdóttir, Vallaskóla með 69 stig.
Guðjón Helgi verðlaunahafi
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

9. bekkur:
1. sæti: Karólína Ursula Guðnason, Grunnskólanum í Hveragerði með 88 stig.
2. sæti: Guðbjörg Hrönn Tyrfingsdóttir, Sunnulækjarskóla með 77 stig.
3. sæti: Halldóra Íris Magnúsdóttir, Vallaskóla með 76 stig.
Karolina Ursula verðlaunahafi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


10. bekkur:
1. sæti: Garðar Guðmundsson, Grunnskóla Bláskógabyggðar með 85 stig.
2. sæti: Kolbeinn Sigurður Kolbeinsson, Vallaskóla með 72 stig.
3. sæti: Gíslína Skúladóttir, Vallaskóla með 71 stig.Page 208 of 229

Viðburðadagatal

Last month July 2018 Next month
S M T W T F S
week 27 1 2 3 4 5 6 7
week 28 8 9 10 11 12 13 14
week 29 15 16 17 18 19 20 21
week 30 22 23 24 25 26 27 28
week 31 29 30 31

Á döfinni

No events

Tilkynningar

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top