Heim

Skólaslit GÍH 2018

Skólasloð Grunnskólans í Hveragerði verða þriðjudaginn 5. júní.

Skólaslit hefjast með stuttri athöfn á sal skólans, eftir slitin fara bekkirnir með umsjónarkennurum í heimastofur.

          1. - 2. bekkur kl. 9:00
          3. - 4. bekkur kl. 9:30
          5. - 7. bekkur kl. 10:00
          8. - 9. bekkur kl. 10:30
          10. bekkur í Hveragerðiskirkju kl. 18:00.

Að venju er nemendum í 10. bekk ásamt foreldrum boðið til kaffisamsætis í grunnskólanum að loknum skólaslitum. Kaffisamsætið er í boði nemenda í 9. bekk. 

Óskilamunir

Mikið magn af óskilamunum hefur safnast saman hjá okkur eftir þetta skólaár. Búið er að setja þá upp í andyri skólans og verða þeir þar til sýnis til þriðjudagsins 5. júní. Það sem eftir verður fer svo í Rauða krossinn. 

 

 

 

 

 

 

34046280 10215090838138340 1326208587298504704 n

Fjölbreyttir dagar

Það er búið að vera mikið líf og fjör í skólanum þessa vikuna. Margir bekkir á faraldsfæti en sumir fóru á Hvolsvöll á meðan aðrir fóru á Laugarvatn. En flestir voru þó hér á heimaslóðum og nutu þess að vera í nærumhverfi skólans við leik og störf. Þá var hin æsispennandi keppni á milli nemenda og starfsfólks, þar sem ávallt er mikil keppni á milli liða. Það voru nemendur sem báru sigur úr býtum í þessari keppni. Nemendur á miðstigi voru með sinn íþróttadag þar sem farið var í Hamarshöllina og  ýmsar íþróttagreinar voru iðkaðar.

Nemendur á yngsta stigi voru með fjölgreindarleika og  leikjahringekju í blíðskapar veðri.  Þar var nemendum blandað saman í hópa á milli bekkja og allir unnu saman að hinum ýmsu þrautum og leikjum.

Það var gaman að fylgjast með nemendum taka þátt og sjá gleðina sem skein úr andlitum þeirra.

 

Page 3 of 230

Viðburðadagatal

Last month September 2018 Next month
S M T W T F S
week 35 1
week 36 2 3 4 5 6 7 8
week 37 9 10 11 12 13 14 15
week 38 16 17 18 19 20 21 22
week 39 23 24 25 26 27 28 29
week 40 30

Á döfinni

No events

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top