Heim

Velkomin á góðgerðardaginn 1. desember

Næstkomandi föstudag 1. desember verður góðgerðadagur Grunnskólans í Hveragerði haldinn hátíðlegur.

Nemendur og starfsmenn kusu um hvaða málefni skuli styrkt þetta árið og varð Barnaspítai Hringsins fyrir valinu.

Frá kl. 9:00 verður glæsilegt kaffihús opið í mötuneyti skólans. Opinn gangasöngur hefst kl. 9:30. Frá kl. 9:45 til 11.30 munu nemendur selja allt það sem þeir hafa lagt á sig að skapa undanfarna daga. Opið hús verður í skólanum og hinir ýmsu glæsimunir til sölu á sölubásum víðs vegar um skólahúsnæðið. Leikjastöðvar, lukkuhjól og fleira skemmtilegt verður í boði - endilega mætið til að styrkja góðan málstað.

Við viljum árétta að ENGINN POSI er á staðnum – allir þurfa að koma með reiðufé :)

Skóladegi nemenda lýkur klukkan 12:15.


Hér má sjá myndband sem nemendur á fjölmiðlasvæðinu sáu um að gera til kynningar á þessum degi.

Hlökkum til að sjá sem flesta. 

 

 

Fyrir hönd GÍH, 

Fjölmiðlanefnd nemenda elsta og miðstigs.

 

elstastig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lestrarátaki 3. bekkinga lokið

Það er orðinn fastur liður hér í skólanum að brjóta upp lestrarkennsluna í 3. bekk með skipulögðu lestrarátaki. Meginmarkmið þessa lestrarátaks er að þjálfa áheyrilegan upplestur, efla lesskilning og lestarleikni, auka lestrarlöngun nemandans og bæta skrift og setningamyndun. Lesnar eru saman ákveðnar bækur og verkefni unnin upp úr þeim og svo lesa nemendur sjálfir eins margar bækur og þeir geta bæði hér í skólanum og heima. Lestrarfærnin er metin í upphafi og lok átaksins. Að loknu átakinu kemur allur árgangurinn saman á sal þar sem veittar eru viðurkenningar. Allir fá viðurkenningarspjald fyrir þáttökuna og smá gjöf og svo eru veittar viðurkenningar fyrir afköst og framfarir í lestrarhraða.

Í dag var uppskeruhátíðin þeirra og komu þau saman á sal og veittar voru viðurkenningar. Allir nemendur bættu sig í lestrinum og var gaman að sjá hve nemendur unnu vel í þessu verkefni.

 

 

 

 

Góðgerðardagar framundan

Framundan er góðgerðarþema Grunnskólans í Hveragerði og verður það dagana 28.-30. nóvember. Góðgerðardagurinn verður föstudaginn 1. desember, þar sem afrakstur þemavinnunnar verður seldur og ágóðinn gefin til góðgerðarmála. Við hugsum þemað í anda umhverfismenntar og endurvinnslu enda er skólinn grænfánaskóli. Því viljum við biðla til ykkar að athuga hvort það leynist hlutir á heimilum nemenda sem hægt er að nýta í þemavinnunni. 

Hlutirnir eru: 

  • Glerkrukkur (hreinar og miðalausar)
  • Blúnduafgangar eða borðar
  • Skrautborðar
  • Skrautperlur af ýmsum gerðum
  • Púsluspil


Nú standa yfir kosningar meðal nemenda og starfsfólks skólans um hvaða málefni skuli hljóta styrkinn og verða niðurstöðurnar birtar á samfélagsmiðlum skólans. 

Page 3 of 214

Viðburðadagatal

Last month December 2017 Next month
S M T W T F S
week 48 1 2
week 49 3 4 5 6 7 8 9
week 50 10 11 12 13 14 15 16
week 51 17 18 19 20 21 22 23
week 52 24 25 26 27 28 29 30
week 1 31

Á döfinni

Tuesday 19. December
Litlu jól yngsta stigs
Tuesday 19. December
Litlu jól mið- og elsta stigs
Tuesday 19. December
Íþróttahátíð elsta stigs
Wednesday 20. December
Kertadagur
Wednesday 03. January
Kennsla hefst á nýju ári
Monday 15. January
Skipulagsdagur

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top