Heim

Jólatréð komið í hús

Nemendur í 6. bekk Grunnskólans í Hveragerði fá þann heiður að fara að sækja jólatré. í vikunni fóru þau upp að Garðyrkjuskóla og hittu Má sem tók vel á móti þeim. Þau fóru síðan upp í skóg og fengu að velja sér tré sem þau fundu upp í fjalli og hjálpuðust síðan við að draga niður fjallið. Tréð var síðan sett á kerru og komið niður í skóla. Þar tók Sigurjón húsvörður á móti þeim og  setti hann það upp og fengu 6. bekkingar að skreyta tréð. Þetta gekk allt saman ljómandi vel og voru nemendur duglegir að hjálpast að. 

Enska smásagnakeppnin

Í tilefni evrópska tungumáladagsins þann 26. september stendur félag enskukennara á Íslandi fyrir smásagnakeppni á ensku á meðal grunn- og framhaldsskóla landsins. Við í Grunnskólanum í Hveragerði tökum þátt í landskeppninni í þremur flokkum: 5. bekkur og yngri, 6. - 7. bekkur og 8. – 10. bekkur. Undanfarin ár hafa nemendur skólans oft unnið til verðlauna í landskeppninni og leggja margir mikinn metnað í sínar smásögur.

Við veljum úrval smásagna sem fara á sýningu á bæjarbókasafninu í Sunnumörk í desember-janúar og veitum auk þess glæsileg bókaverðlaun fyrir þær 3 sögur sem okkur finnst hafa skarað framúr, en röðum þeim ekki í sæti. Síðastliðinn föstudag, þann 1. Desember, kynnti Sævar skólastjóri úrslit í innanskólakeppninni og tilkynnti hvaða smásögur yrðu sendar áfram í landskeppnina.

Bókaverðlaun í flokknum 5. bekkur og yngri fengu: Kiefer Rahhad Arabiyat, Eva Rut Jóhannsdóttir og Helgi Steinar Gunnarsson. Það var svo sagan hans Kiefer Rahhad sem valin var í landskeppnina.

Bókaverðlaun í flokknum 6. – 7. bekkur fengu: Freydís Ósk Martin í 6. bekk, Jeremiah Isaiah Garner og Kyle Rami Arabiyat í 7. bekk. Það var svo sagan hennar Freydísar Óskar sem valin var landskeppnina.

Bókaverðlaun í flokknum 8. – 10. bekkur fengu: Kamilla Líf Víðisdóttir í 8. bekk, Styrmir Jökull Einarson í 9. bekk og Sindri Bernholt í 10. bekk. Það var svo sagan hennar Kamillu Lífar sem valin var landskeppnina.

Bestu kveðjur,

Ólafur Jósefsson og Guðrún Olga Clausen enskukennarar GÍH

Jólaföndur foreldrafélagsins 5. desember

 

Page 2 of 214

Viðburðadagatal

Last month December 2017 Next month
S M T W T F S
week 48 1 2
week 49 3 4 5 6 7 8 9
week 50 10 11 12 13 14 15 16
week 51 17 18 19 20 21 22 23
week 52 24 25 26 27 28 29 30
week 1 31

Á döfinni

Tuesday 19. December
Litlu jól yngsta stigs
Tuesday 19. December
Litlu jól mið- og elsta stigs
Tuesday 19. December
Íþróttahátíð elsta stigs
Wednesday 20. December
Kertadagur
Wednesday 03. January
Kennsla hefst á nýju ári
Monday 15. January
Skipulagsdagur

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top