Heim

Árshátíð yngsta stigs 2017

Föstudaginn 12. maí  var árshátíð yngsta stigs haldin hér í skólanum. Sævar skólastjóri ávarpaði samkomuna og 4. bekkur sá svo um kynningar. Árgangarnir tróðu upp og sýndu atriði, sem ýmist var leikrit eða söngatriði. Kór yngsta stigs endaði svo dagskrána með því að syngja tvö lög. Það var mjög gaman að sjá nemendur koma fram og hve vel þau vönduðu allan flutning. Kjörís gaf öllum íspinna í lokin. Hér má sjá nokkrar myndir af skemmtuninni. 

 

 

 

 

ársh.3

Útiíþróttir framundan

Útiíþróttir hefjast hjá nemendum í 3. – 10. bekk í næstu viku og verða út skólaárið.
Nemendur eiga að mæta í eða hafa meðferðis viðeigandi íþróttaföt (klæða sig eftir veðri) - þau fá tækifæri til að skipta fyrir og eftir tímana og fara í sturtu (ef þess er óskað).

Nemendur í 1. og 2. bekk verða í sundi út næstu viku en eftir það fara þau í útiíþróttir eins og aðrir bekkir. Við minnum á að þau verða að vera klædd eftir veðri.

Nemendur í 8. og 9. bekk fara í fatasund næstkomandi þriðjudag, þann 16. maí.  Þeir nemendur verða að hafa meðferðis síðar íþróttabuxur og langerma bol eða peysu (hrein föt að sjálfsögðu).

Bestu kveðjur,

Íþróttakennarar GÍH

 

ABC-söfnuninni lokið

Skólinn okkar hefur ávallt tekið þátt í árlegri söfnun ABC-barnahjálpar sem heitir Börn hjálpa börnum.  Þar taka nemendur, í 5. bekk á landsvísu, höndum saman og leggja þessu góða málefni lið. Í ár verður söfnunarféð notað til að styrkja skólastarf ABC í Afríku og Asíu. Krakkarnir í 5. bekk gengu í hús hér í bænum og söfnuðu samtals 89.356 krónur.

Við viljum þakka Hvergerðingum góðar móttökur og stuðninginn við þetta verkefni.

Page 10 of 208

Viðburðadagatal

Last month October 2017 Next month
S M T W T F S
week 40 1 2 3 4 5 6 7
week 41 8 9 10 11 12 13 14
week 42 15 16 17 18 19 20 21
week 43 22 23 24 25 26 27 28
week 44 29 30 31

Á döfinni

Friday 20. October
Skipulagsdagur
Monday 23. October
Vetrarfrí
Tuesday 24. October
Vetrarfrí
Wednesday 15. November
Skipulagsdagur

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top