Heim

Árshátíð yngsta stigs 2018

Í dag var árshátíð yngsta stigs haldin hér í skólanum. Þemað þetta árið var gleði og jákvæðni. Sævar skólastjóri ávarpaði samkomuna og 4. bekkur sá svo um kynningar. Árgangarnir tróðu upp og sýndu atriði, sem ýmist voru leikrit eða söngatriði. Kór yngsta stigs endaði svo dagskrána með því að syngja þrjú lög. Það var mjög gaman að sjá þessi skemmtilegu atriði hjá nemendum. Eftir að dagskránni á sal lauk fóru allir út á Skyrgerðina þar sem haldið var ball fyrir nemendur og tókst það mjög vel. Kjörís gaf svo öllum íspinna í lokin. Við þökkum Skyrgerðinni og Kjörís kærlega fyrir okkur. Hér má sjá nokkrar myndir af skemmtuninni og ballinu. 

 

                  Nemendur í 1. bekk voru sem sönglagasyrpu.

2bekkur

                         Það var rapparagengi sem mætti úr 2. bekk.

 3bekkur

                       Nemendur í 3. bekk fóru í ferðalag um himingeiminn.

4bekkur

                       Villta vestrið mætti í öllu sínu veldi úr 4. bekk.

korinn

               Kór yngsta stigs söng nokkur lög.

disko

 Að lokum var farið á Skyrgerðina og þar sem var dansað undir stjórn DJ. M

 

Leirmanneskjur í 1. bekk

Nemendur í 1. bekk hafa verið duglegir í smiðjum. Eitt af verkefnum 1. bekkjar er að búa til leirmanneskju sem er svo máluð með þekjulit.  Eins og sjá má eru þær með ýmsu sniði, en allar fullkomnar á sinn hátt.

 

 

 

 

Nýr matseðill kominn

Búið er að setja nýjan matseðil inn á heimasíðuna, endilega kíkið á þann girnilega mat sem verður á boðstólnum næstu vikurnar hér í skólanum.

Page 10 of 229

Viðburðadagatal

Last month June 2018 Next month
S M T W T F S
week 22 1 2
week 23 3 4 5 6 7 8 9
week 24 10 11 12 13 14 15 16
week 25 17 18 19 20 21 22 23
week 26 24 25 26 27 28 29 30

Á döfinni

No events

Tilkynningar

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top