Heim

Enska smásagnakeppnin

Í tilefni evrópska tungumáladagsins þann 26. september stendur félag enskukennara á Íslandi fyrir smásagnakeppni á ensku á meðal grunn- og framhaldsskóla landsins. Við í Grunnskólanum í Hveragerði tökum þátt í landskeppninni í þremur flokkum: 5. bekkur og yngri, 6. - 7. bekkur og 8. – 10. bekkur. Undanfarin ár hafa nemendur skólans oft unnið til verðlauna í landskeppninni og leggja margir mikinn metnað í sínar smásögur.

Við veljum úrval smásagna sem fara á sýningu á bæjarbókasafninu í Sunnumörk í desember-janúar og veitum auk þess glæsileg bókaverðlaun fyrir þær 3 sögur sem okkur finnst hafa skarað framúr, en röðum þeim ekki í sæti. Síðastliðinn föstudag, þann 1. Desember, kynnti Sævar skólastjóri úrslit í innanskólakeppninni og tilkynnti hvaða smásögur yrðu sendar áfram í landskeppnina.

Bókaverðlaun í flokknum 5. bekkur og yngri fengu: Kiefer Rahhad Arabiyat, Eva Rut Jóhannsdóttir og Helgi Steinar Gunnarsson. Það var svo sagan hans Kiefer Rahhad sem valin var í landskeppnina.

Bókaverðlaun í flokknum 6. – 7. bekkur fengu: Freydís Ósk Martin í 6. bekk, Jeremiah Isaiah Garner og Kyle Rami Arabiyat í 7. bekk. Það var svo sagan hennar Freydísar Óskar sem valin var landskeppnina.

Bókaverðlaun í flokknum 8. – 10. bekkur fengu: Kamilla Líf Víðisdóttir í 8. bekk, Styrmir Jökull Einarson í 9. bekk og Sindri Bernholt í 10. bekk. Það var svo sagan hennar Kamillu Lífar sem valin var landskeppnina.

Bestu kveðjur,

Ólafur Jósefsson og Guðrún Olga Clausen enskukennarar GÍH

Jólaföndur foreldrafélagsins 5. desember

 

Velkomin á góðgerðardaginn 1. desember

Næstkomandi föstudag 1. desember verður góðgerðadagur Grunnskólans í Hveragerði haldinn hátíðlegur.

Nemendur og starfsmenn kusu um hvaða málefni skuli styrkt þetta árið og varð Barnaspítai Hringsins fyrir valinu.

Frá kl. 9:00 verður glæsilegt kaffihús opið í mötuneyti skólans. Opinn gangasöngur hefst kl. 9:30. Frá kl. 9:45 til 11.30 munu nemendur selja allt það sem þeir hafa lagt á sig að skapa undanfarna daga. Opið hús verður í skólanum og hinir ýmsu glæsimunir til sölu á sölubásum víðs vegar um skólahúsnæðið. Leikjastöðvar, lukkuhjól og fleira skemmtilegt verður í boði - endilega mætið til að styrkja góðan málstað.

Við viljum árétta að ENGINN POSI er á staðnum – allir þurfa að koma með reiðufé :)

Skóladegi nemenda lýkur klukkan 12:15.


Hér má sjá myndband sem nemendur á fjölmiðlasvæðinu sáu um að gera til kynningar á þessum degi.

Hlökkum til að sjá sem flesta. 

 

 

Fyrir hönd GÍH, 

Fjölmiðlanefnd nemenda elsta og miðstigs.

 

elstastig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Page 10 of 221

Viðburðadagatal

Last month March 2018 Next month
S M T W T F S
week 9 1 2 3
week 10 4 5 6 7 8 9 10
week 11 11 12 13 14 15 16 17
week 12 18 19 20 21 22 23 24
week 13 25 26 27 28 29 30 31

Á döfinni

Thursday 22. March
PISA könnun í 10. bekk
Saturday 24. March
Páskafrí
Sunday 25. March
Páskafrí
Monday 26. March
Páskafrí
Tuesday 27. March
Páskafrí
Wednesday 28. March
Páskafrí
Thursday 29. March
Páskafrí
Friday 30. March
Páskafrí
Saturday 31. March
Páskafrí
Sunday 01. April
Páskafrí

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top