Heim

Verðlaunahafar á Bessastöðum

Fimmtudaginn 8. mars s.l. voru kunngerð úrslit í ensku smásagnakeppninni sem félag enskukennara á Íslandi (FEKÍ) stendur fyrir. Smásagnakeppnin er haldin árlega og hefst hún á evrópska tungumáladeginum þann 26. september.

Grunnskólinn í Hveragerði hefur mörg undanfarin ár tekið þátt í þessari skemmtilegu keppni með eftirtektarverðum árangri. Því er ekki síst að þakka að nemendur skólans hafa sýnt keppninni sífellt meiri áhuga og lagt mikinn metnað í sögurnar sínar. Fyrir það erum við afar þakklát.

Að þessu sinni unnu tveir nemendur skólans til verðlauna: Kiefer Rahhad Arabiyat í 5. bekk hlaut 1.-2. verðlaun í flokknum 5. bekkur og yngri og Freydís Ósk Martin í 6. bekk hlaut 2. verðlaun í flokknum 6.- 7. bekkur.

Verðlaunaafhendingin fór fram á Bessastöðum, þar sem Eliza Reid forsetafrú tók á móti vinningshöfum og heiðraði þeirra árangur, ásamt stjórn FEKÍ. Við óskum þeim Freydísi Ósk og Kiefer Rahhad hjartanlega til hamingju með þennan góða árangur. Það þarf vart að taka fram að við erum afar stolt af þessum nemendum sem og öllum þeim sem tóku þátt J.

Með kveðjum frá enskudeildinni,

Óli og Olga

 

 

 

 

Bingó á morgun

Nemendur í 10. bekk ætla að halda bingó á morgun, þriðjudaginn 13. mars kl. 18. Fjöldi glæsilegra vinninga í boði þ.á.m. flottur ferðavinningur í aðalvinning.
Enginn posi á staðnum svo það eru bara beinharðir peningar sem gilda.

 Vonumst til að sjá sem flesta.

Matarvenjur ungmenna

Síðastliðið haust komu tveir danskir kappar í heimsókn í GÍH en þeir tóku rúnt um Norðurlöndin til að kynnast matarvenjum ungmenna á aldrinum 12-13 ára. Þeir komu hingað í skólann okkar og fylgdust með og ræddu við nemendur í 7.-Ö. Afrakstur þessa ferðalags þeirra var sjónvarpsþáttur sem sýndur var á TV2 stöðinni í Danmörku.

Þeir eru hluti af GoCook sem er hópur sem er með sjónvarpsþætti á TV 2. Þeir halda einnig úti skemmtilegri heimasíðu, hafa gefið út matreiðslubækur auk þess að vera með matreiðslunámskeið og ýmsar aðrar uppákomur fyrir unga krakka í Danmörku. Þeirra markmið er að krakkarnir verði betri í því að elda mat heldur en foreldrar þeirra!

Þið getið séð stuttan bút úr heimsókn þeirra hér að neðan. Íslandsparturinn byrjar á 08:33.

 gocooktv

 

Page 10 of 230

Viðburðadagatal

Last month September 2018 Next month
S M T W T F S
week 35 1
week 36 2 3 4 5 6 7 8
week 37 9 10 11 12 13 14 15
week 38 16 17 18 19 20 21 22
week 39 23 24 25 26 27 28 29
week 40 30

Á döfinni

No events

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top