Heim

Íþróttaval í hjóla- og gönguferð

hopur1Einn blíðviðrisdag í september hjólaði íþróttavalið inn að Dalakaffi og gekk svo sem leið lá inn Reykjadalinn og að heitu ánni.

Ferðin heppnaðist einstaklega vel og voru þreyttir, sveittir og sælir nemendur og kennarar sem snèru heim eftir samveruna.

Árgangagöngur heppnuðust vel

Á föstudaginn var voru hinar árvissu árgangagöngur skólans. Gönguferðirnar tókust mjög vel enda var veðrið eins og best verður á kosið. Valdar hafa verið  tíu mislangar og misþungar gönguleiðir í og við Hveragerði. Nemendur fóru misjafnar leiðir sumir meðfram Reykjafjalli eða þangað upp. Nokkrir fóru meðfram Hamrinum og sumir yfir hann, upp í Kamba eða inn í Reykjadal. Það voru auðvitað nemendur í 10. bekk sem fóru lengstu leiðina. Þau gengu um 11 km leið úr Dyradal, yfir í Marardal og Sleggjubeinsdal.

Nemendur og starfsfólk var virkilega ánægt með daginn og vel heppnaðar göngurferðir.

 

Íþróttatímar færast inn

Nú höfum við fært okkur inn í íþróttakennslunni og því er mikilvægt að nemendur mæti með íþróttaföt í íþróttatíma. Athygli er þó vakin á því að börn á yngsta stig eiga ekki að vera í íþróttaskóm í kennslustundum en börn á mið- og elsta stigi mega vera í skóm og því getur það orðið sársaukafullt ef sumir eru í skóm en aðrir ekki. Einnig er bent á að allir nemendur eiga að fara í sturtu að loknum íþróttatímum og því þurfa nemendur að vera með handklæði.


Kær kveðja íþróttadeildin.


Page 9 of 214

Viðburðadagatal

Last month December 2017 Next month
S M T W T F S
week 48 1 2
week 49 3 4 5 6 7 8 9
week 50 10 11 12 13 14 15 16
week 51 17 18 19 20 21 22 23
week 52 24 25 26 27 28 29 30
week 1 31

Á döfinni

Tuesday 19. December
Litlu jól yngsta stigs
Tuesday 19. December
Litlu jól mið- og elsta stigs
Tuesday 19. December
Íþróttahátíð elsta stigs
Wednesday 20. December
Kertadagur
Wednesday 03. January
Kennsla hefst á nýju ári
Monday 15. January
Skipulagsdagur

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top