Heim

Fjölgreindarleikarnir 2017

 

Í dag voru svokallaðir fjölgreindarleikar í skólanum. Nemendum var blandað í lið á hverju stigi sem tóku þátt í stöðvum með fjölbreyttum greindarverkefnum í anda fjölgreinarkenningu Howard Gardner.  Gardner telur að það sé ekki bara til ein gerð greindar heldur átta og jafnvel fleiri tegundir. Hann skiptir greindinni niður í málgreindrök- og stærðfræðigreindrýmisgreindtónlistargreindlíkams- og hreyfigreindsamskiptagreindsjálfsþekkingargreind og umhverfisgreind. Mið-og elsta stig bætti við einni greind, Googlegreind á sínum leikum.   

 

Eftir leikana fór svo allur skólinn upp í útistofu þar sem grillaðar voru pylsur.

 

Hér á myndunum má sjá brot af þeirri vinnu sem nemendur unnu:

 

IMG 0713-1    

 Grillstuð við Hamarinn.

 

 

 

 

 

 

 

Sumarsmellurinn frá MíóTríó

Stelpurnar í MíóTríó, sem voru fulltrúar okkar skóla á Samfestingnum 2017, halda áfram að gera góða hluti.

Þær gáfu nýverið út nýtt lag sem verður örugglega sumarsmellurinn í ár og heitir Förum í sumarfrí.

Það eru þær Gígja Marín Þorsteinsdóttir, Gunnhildur Fríða og Hrafnhildur Birna Hallgrímsdætur sem skipa tríóið og gáfu þær lagið út í samstarfi við Hallgrím Óskarsson. Þær gerðu einnig glæsilegt myndband við lagið.

Við óskum þeim til hamingju með þetta flotta lag og hlökkum til að heyra það á öldum ljósvakans í sumar.

Hér má hlusta á lagið og sjá myndbandið: https://www.youtube.com/watch?v=Q8KcigwkFUQ

Megavika á elsta stigi

Í þessari viku hefur nemendaráð staðið fyrir svokallaðri megaviku á elsta stigi, en meginstef vikunnar var keppni milli bekkjanna á stiginu í allskonar þrautum og skemmtilegheitum.

Dagskrá vikunnar var svona:

Mánudagur: Quiz dagur, þá hófust allar kennslustundir á stiginu á stuttri rafrænni spurningakeppni.

Þriðjudagur: Hrós- og jákvæðnidagur

Miðvikudagur: Hreyfidagur, þá hófust allar kennslustundir á stiginu á einhverskonar hreyfingu.

Fimmtudagur: Ratleikur

Föstudagur: Verðlaunaafhending og uppskeruhátíð.

Svo fór að 9.H sigraði keppnina. Fengu þau að launum heimabakaða danska súkkulaðiköku sem nemendur 10. bekkja bökuðu. 

 

Page 8 of 208

Viðburðadagatal

Last month October 2017 Next month
S M T W T F S
week 40 1 2 3 4 5 6 7
week 41 8 9 10 11 12 13 14
week 42 15 16 17 18 19 20 21
week 43 22 23 24 25 26 27 28
week 44 29 30 31

Á döfinni

Friday 20. October
Skipulagsdagur
Monday 23. October
Vetrarfrí
Tuesday 24. October
Vetrarfrí
Wednesday 15. November
Skipulagsdagur

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top