Heim

Gleðileg jól

Starfsfólk Grunnskólans í Hveragerði óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar samstarfið á liðnu ári.

Kennsla hefst miðvikudaginn 3. janúar 2018 og kennt verður samkvæmt stundaskrá.

Litlu jólin haldin hátíðleg

Í dag voru litlu jólin haldin hátíðleg hér í skólanum. Litlu jólin byrja á því að nemendur horfa á helgileikinn sem 5. bekkingar sjá um. Það er alltaf hátíðleg stund í salnum þegar þessi árlegi helgileikur er fluttur. 

 Að því loknu var farið að dansa í kringum jólatréð. Eins og venja er kemur hljómsveit hússins saman á þessum degi og sér um spilamennsku. Hefð er fyrir því að allir masseri saman og var gaman að sjá nemendur og starfsfólk hlykkjast í langri röð út um allan skólann. Auðvitað kíktu nokkrir jólasveinar í heimsókn enda ekki hægt að halda jólaball án þeirra. Það var virkilega gaman að fylgjast með okkar nemendum hve vel þau skemmtu sér í dag og tóku fullan þátt í söngnum og marseringunni. 

 Hér má sjá nokkrar myndir í tilefni dagsins.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Styrkur afhentur á opnum gangasöng

 

Í morgun var hinn árlegi opni gangasöngurinn sem var einstaklega vel heppnaður. Það er alltaf hátíðleg stund þegar nemendur koma saman og syngja inn jólin ásamt gestum og gangandi. Í ár voru heiðursgestirnir stjórn Hringsins, en félagið hefur það markmið að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Aðalverkefni félagsins um áratugaskeið hefur verið uppbygging Barnaspítala Hringsins. Nemendur skólans héldu góðgerðardag þann 1. desember síðastliðinn og seldu ýmsar afurðir sem unnar höfðu verið á góðgerðardögum skólans. Í dag var svo komið að því að afhenda upphæðina sem hafði safnast.

 Gígja Marín Þorsteinsdóttir formaður nemendafélags GíH og Tryggvi Hrafn H. Tryggvason yngsti nemandi skólans (sem verður 6 ára 30. des) afhentu Sonju Egilsdóttur formanni Hringsins táknrænt skjal fyrir millifærslu upp á 1.316.000 kr. til Barnaspítalans.

 Mikill fjöldi fólks mætti á þessa stund og undir lokin var tekið hressilega undir jólalögin sem sungin voru.

Við þökkum öllum þeim sem mættu í morgun kærlega fyrir komuna, sem og þeim sem studdu okkur í tengslum við góðgerðardaginn.

 

Hér má sjá Gígju Marín og Tryggva Hrafn afhenda stjórn Hringsins styrkinn.  

Page 8 of 221

Viðburðadagatal

Last month March 2018 Next month
S M T W T F S
week 9 1 2 3
week 10 4 5 6 7 8 9 10
week 11 11 12 13 14 15 16 17
week 12 18 19 20 21 22 23 24
week 13 25 26 27 28 29 30 31

Á döfinni

Thursday 22. March
PISA könnun í 10. bekk
Saturday 24. March
Páskafrí
Sunday 25. March
Páskafrí
Monday 26. March
Páskafrí
Tuesday 27. March
Páskafrí
Wednesday 28. March
Páskafrí
Thursday 29. March
Páskafrí
Friday 30. March
Páskafrí
Saturday 31. March
Páskafrí
Sunday 01. April
Páskafrí

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top