Heim

Skemmtilegur sundtími í 2. bekk

Sundkennarar vilja minna á að sundtímarnir hjá 1 og 2. bekk verða út næstu viku, eða til 6. október. Eftir það færast tímarnir inn í íþróttahúsið. Í dag var sameiginlegur sundtími hjá nemendum í 2. bekk. Það var mikið fjör og allir skemmtu sér konunglega eins og sjá má af myndunum.

 

 

 

 

Matseðill fyrir október

Matseðill októbermánaðar er kominn á netið

Við minnum á að ávallt er í boði glæsilegur salatbar þar sem lögð er áhersla á fjölbreytt úrval af grænmeti og ávöxtum, ásamt ýmsum sósum og öðru meðlæti.

Viðurkenningar fyrir sumarlestur

Í vikunni kom Hlíf frá bókasafni Hveragerðisbæjar í heimsókn í skólann og veitti viðurkenningar fyrir sumarlestur. Sumarlestur er lestrarhvetjandi verkefni fyrir 6-12 ára börn og miðar að því að viðhalda lestrarfærni barnanna yfir sumarið. Í sumar var bókasafnið með Harry Potter þema og var með nokkra skemmtilega viðburði tengda því í sumar.

Veittar voru viðurkenningar þeim börnum sem lásu mest í sínum bekk annars vegar og hins vegar þeim sem höfðu bætt 

lestrarhraða sinn mest yfir sumartímann. Allir fengu Harry Potter bókamerki og þeir bekkir sem lásu mest samtals fengu Harry Potter fána til að hengja upp í bekkjarstofunum sínum. Verðlaunahafar fengu veglegar bókagjafir og hér má sjá stolta verðlaunahafa í 2.-4. bekk.  

 

Page 8 of 214

Viðburðadagatal

Last month December 2017 Next month
S M T W T F S
week 48 1 2
week 49 3 4 5 6 7 8 9
week 50 10 11 12 13 14 15 16
week 51 17 18 19 20 21 22 23
week 52 24 25 26 27 28 29 30
week 1 31

Á döfinni

Tuesday 19. December
Litlu jól yngsta stigs
Tuesday 19. December
Litlu jól mið- og elsta stigs
Tuesday 19. December
Íþróttahátíð elsta stigs
Wednesday 20. December
Kertadagur
Wednesday 03. January
Kennsla hefst á nýju ári
Monday 15. January
Skipulagsdagur

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top