Heim

Foreldrafræðsla um heilsueflandi skóla og heilsutengd málefni þriðjudaginn 10. apríl

Heilsueflingarhópur Grunnskólans í Hveragerði býður til foreldrafræðslu um heilsueflandi skóla og heilsutengd málefni þriðjudaginn 10. apríl kl. 18 - 20.

Dagskrá:
Kl.18:00 Skólastjóri setur fundinn.
Kl. 18:05 Heilsueflingarhópur skólans kynnir starf sitt og áherslur.
Kl. 18:20 Kolbrún Vilhjálmsdóttir fjallar um skjánotkun, svefn og kvíða.
Kl. 18:50 Matur í boði skólans.
Kl. 19:10 María Rún Þorsteinsdóttir fjallar um næringu, nesti og heilbrigt líferni.
Kl. 19:40 Umræður og fyrirspurnir.


Við bjóðum alla foreldra velkomna á skemmtilegan fræðslufund í Grunnskólanum í Hveragerði.

Skráning fyrir 9. apríl hér: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Lestrarátak hafið

Í gær var lestrarátakið okkar "Lestur - lykill að ævintýrum" sett með formlegum hætti. Gígja Marín Þorsteinsdóttir formaður nemendaráðs ávarpaði nemendur og starfsfólk og nokkrir nemendur lásu brot úr ævintýrum. Lestrarátakið verður í gangi út mánuðinn og lýkur með uppskeruhátíð hér í skólanum mánudaginn 30. apríl.

Þema lestrarátaksins er ævintýri en auðvitað hvetjum við nemendur til að lesa allar þær bækur sem þá lystir. Allan þennan mánuð ætlum við að keppast við að lesa sem mest bæði heima og hér í skólanum. Ætlast er til þess að kennarar gefi nemendum a.m.k. 20 mínútur á dag til lestrar og allir starfsmenn lesi sjálfir á meðan í bók. Við mælumst eindregið til þess að þið takið þátt í átakinu með okkur, lesið með börnunum, hlustið á þau lesa og hvetjið þau áfram.

Gunnar Helgason rithöfundur kom einnig í gær og hélt áhugaverðan fyrirlestur fyrir foreldra sem fjallaði um lestur og bókmenntir fyrir börn. Við þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir að styrkja þann fyrirlestur og var gaman að sjá hve margir komu og hlýddu á Gunnar. 

 

 

Hvatningafyrirlestur fyrir foreldra um læsi og lestur - Gunnar Helgason mætir á svæðið

Nú eftir páskafrí munum við hefja lestrarátakið "Lestur - lykill að ævintýrum". Nemendur munu hefja það formlega miðvikudaginn 4. apríl. Þann sama dag mun Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari, koma og halda hvatningafyrirlestur fyrir foreldra um læsi og lestur í boði foreldrafélagsins Hefst fyrirlesturinn kl. 18 og lýkur um kl. 19. Kaffi og einhver sætindi verða í boði.

Við vonumst til að sjá sem flesta foreldra á fyrirlestrinum því lestur er mikilvægasti hlekkurinn í öllu námi.

Kveðja, Lestrarhópur GíH

Page 8 of 230

Viðburðadagatal

Last month September 2018 Next month
S M T W T F S
week 35 1
week 36 2 3 4 5 6 7 8
week 37 9 10 11 12 13 14 15
week 38 16 17 18 19 20 21 22
week 39 23 24 25 26 27 28 29
week 40 30

Á döfinni

No events

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top