Heim

Skólamyndataka 10. október

Myndataka á vegum Skólamynda verður í skólanum n.k. þriðjudag þann 10. október.
Það verða teknar einstaklingsmyndir og hópmyndir af 1., 4. og 7. bekk en einungis einstaklingsmyndir af 10. bekk þar sem hópmyndataka af þeim fer fram næsta vor.
Myndirnar fara síðan inn á vef Skólamynda og með aðgangslykli getur fólk skoðað, valið og pantað myndir. Hverjum og einum er síðan frjálst að kaupa eftir hans / hennar hentugleik.
Tölvupóst með upplýsingum um aðgangslykil verður sendur aðstandendum í þessum bekkjum þegar þar að kemur.

 

Myndataka fyrir 70 ára afmæli skólans

Í síðustu viku var tekin loftmynd af nemendum og starfsfólki skólans í tengslum við 70 ára afmæli skólans. Þar mótaði allur fjöldinn í sameiningu töluna 70.  Fyrrverandi nemandi skólans var kallaður til og kom hann með dróna og tók loftmynd af tölunni. Nú bíða allir með eftirvæntingu eftir birtingu myndarinnar, sem verður von bráðar. 

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Undirritun samnings í 10. og 7. bekk

Í vikunni fór fram undirritun samnings bæjarstjórnar við 10. bekk vegna vinnu við mötuneyti og gæslu á skólaárinu 2017-2018. Samhliða var undirritaður samingur við 7. bekk um ruslahreinsun í Hveragerði. 

Með Aldísi í för var Höskuldur umhverfisfulltrúi sem ræddi aðeins við krakkana um mikilvægi þess að flokka ruslið rétt og að ganga almennt vel um umhverfið.

Einnig ræddu nemendur við Aldísi og Höskuld um það hvernig væri að búa í Hveragerði og hvað þeim fyndist betur mætti fara.

 

 

 

Page 7 of 214

Viðburðadagatal

Last month December 2017 Next month
S M T W T F S
week 48 1 2
week 49 3 4 5 6 7 8 9
week 50 10 11 12 13 14 15 16
week 51 17 18 19 20 21 22 23
week 52 24 25 26 27 28 29 30
week 1 31

Á döfinni

Tuesday 19. December
Litlu jól yngsta stigs
Tuesday 19. December
Litlu jól mið- og elsta stigs
Tuesday 19. December
Íþróttahátíð elsta stigs
Wednesday 20. December
Kertadagur
Wednesday 03. January
Kennsla hefst á nýju ári
Monday 15. January
Skipulagsdagur

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top