Heim

Umhverfisverðlaun Hveragerðis til 7. bekkinga

Nemendur í 7. bekk Grunnskólans í Hveragerði hlutu umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjarbæjar árið 2018. Það var Sigurður Ingi Jóhannesson, innanríkis- og samgönguráðherra sem afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Landbúnaðarháskólanum að Reykjum á sumardaginn fyrsta.

Í um þrjá áratugi hafa ungmenni í 7. bekk Grunnskólans í Hveragerði tínt rusl í bæjarfélaginu mánaðarlega og fengið fyrir það peninga sem runnið hafa í ferðasjóð. Þessi hefð ungmenna hér í Hveragerði er einstök og gerir það að verkum að mun snyrtilegra er um að litast í bænum en annars yrði. Öll ungmenni bæjarins taka þátt í þessu verkefni og læra þannig frá fyrstu hendi að sé rusli fleygt á víðavang þarf einhver annar að taka það upp. Það er góður lærdómur.

Þó að þessi verðlaun falli nemendum í 7. bekk skólaárið 2017 – 2018 í skaut að þessu sinni er litið svo á að verðlaunin sé til allra þeirra fjölmörgu sjöundu bekkinga sem á undan hafa komið og staðið sig með prýði en einnig að þau virki sem hvatning til komandi sjöundu bekkinga sem vonandi munu halda þessari frábæru en jafnframt ákaflega nytsömu hefð á lofti.

Það voru fulltrúar nemenda úr 7. bekk sem tóku við viðurkenningunni og auðvitað fóru þau svo og gróðursettu rósakirsi hér við skólann, sem þau fengu að gjöf.

 

 

 

 

 

Lestrarátakið í fullum gangi

Lestrarátak skólans er nú um það bil hálfnað. Það er gaman að sjá hve nemendur standa sig vel í lestrinum og taka þessu verkefni alvarlega. Nemendur og kennarar gefa sér góðan tíma á hverjum degi til lestrar og er afrakstur þess nú þegar farinn að skila sér. Við hvetjum alla til að vera duglegir að lesa bæði heima og í skólanum. 

 

 

Kúbismi í myndmennt

Nemendur í 5. bekk sökktu sér niður í "kúbískar" myndir í myndmennt. Kúbismi er listastefna sem kom fram í kringum 1907 og varaði til u.þ.b. 1920. Á ensku heitir stefnan Cubism og er dregið af orðinu „cube“ sem þýðir teningur eða kassi. Hver veit hvort hér leynist á meðal okkar nýr Picasso.:) 

30714414 10214439271887483 6512275071347346581 n

  

Page 7 of 230

Viðburðadagatal

Last month September 2018 Next month
S M T W T F S
week 35 1
week 36 2 3 4 5 6 7 8
week 37 9 10 11 12 13 14 15
week 38 16 17 18 19 20 21 22
week 39 23 24 25 26 27 28 29
week 40 30

Á döfinni

No events

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top