Heim

Gleðilegt sumar

Við þökkum nemendum sem og forráðamönnum fyrir liðið skólaár.

Hlökkum til að sjá ykkur aftur í haust en skólasetning verður

mánudaginn 21. ágúst 2017.

Sumarkveðja frá starfsfólki Grunnskólans í Hveragerði.

 

 

gledilegt-sumar

 

 

 

Skólaslit Grunnskólans í Hveragerði 2017

Skólaslit Grunnskólans í Hveragerði voru 6. júní. Útskrifaðir voru 35 nemendur. Fjölmargir hlutu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Íslenskuverðlaun hlaut Kristín Sif Daðadóttir, Ljóðaúrval Jóhannesar úr Kötlum, gefandi Kjörís. Verðlaun árangur í stærðfræði hlaut Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, vasareikni, gefandi Arionbanki. Dönskuverðlaun gefin af danska sendiráðinu hlaut Natalía Rut Einarsdóttir. Enskuverðlaun sem gefin voru af Almari bakara hlaut Baldvin Alan Thorarensen. Verðlaun fyrir náttúrufræði, Fuglavísi hlaut Guðrún Rós Guðmundsdóttir gefandi HNLFÍ. Samfélagsfræðiverðlaun, 155 Ísland gaf Dvalarheimilið Ás, þau hlaut Helga Sólveig Ómarsdóttir. Verðlaun fyrir iðni, ástundun og jákvætt viðhorf, Heimspekibókina hlaut Hekla Björt Birkisdóttir gefandi Þvottahús Grundar og Áss. Verðlaun fyrir framfarir fengu Phuwalak Phansuea og Elín María Johannesson. Verðlaun fyrir störf að félagsmálum fengu Guðrún Rós og Helga Sólveig. Hamarshöllin gaf verðlaun fyrir góðan árangur í íþróttum þau féllu í skaut Birtu Marínar Davíðsdóttur og Brynjólfs Þórs Eyþórssonar. Verðlaun fyrir bestan heildarnámsárangur við útskrift úr Grunnskólanum í Hveragerði hlaut Guðrún Rós Guðmundsdóttir. Þrettán nemendur úr þessum glæsilega útskriftarhópi luku framhaldsskólaáföngum.

 

Eftirfarandi starfsmenn létu af störfum nú í vor: Ágúst Logi Valgeirsson, Guðjón Árnason, Gunnar Baldursson, Indiana Guðjónsdóttir, Jóhanna Clausen, Ólafía Þóra Óskarsdóttir og Sigurður Blöndal. Kennarar í þessum hópi með vel á annað hundrað ár í kennslu- og stjórnunarreynslu.

 

Útskriftarhópur Grunnskólans í Hveragerði vorið 2017.

 

Skólaslit GÍH vorið 2017

Skólaslit Grunnskólans í Hveragerði verða þriðjudaginn 6. júní 2017. 

Árgangarnir mæta eins og hér segir:

1. - 2. bekkur kl. 9:00
3. - 4. bekkur kl. 9:30
5. - 7. bekkur kl. 10:00
8. - 9. bekkur kl. 11:00
10. bekkur í Hveragerðiskirkju kl. 18:00

Að venju er nemendum í 10. bekk ásamt foreldrum boðið til kaffisamsætis í grunnskólanum að loknum skólaslitum. Kaffisamsætið er í boði nemenda í 9. bekk. 

Foreldrar og forráðamenn eru hjartanlega velkomnir með börnum sínum á skólaslitin.

Page 6 of 208

Viðburðadagatal

Last month October 2017 Next month
S M T W T F S
week 40 1 2 3 4 5 6 7
week 41 8 9 10 11 12 13 14
week 42 15 16 17 18 19 20 21
week 43 22 23 24 25 26 27 28
week 44 29 30 31

Á döfinni

Friday 20. October
Skipulagsdagur
Monday 23. October
Vetrarfrí
Tuesday 24. October
Vetrarfrí
Wednesday 15. November
Skipulagsdagur

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top