Heim

Megavika á elsta stigi

Megavika var á elsta stigi í Grunnskólanum í Hveragerði þann 5.-9. febrúar.

Á mánudeginum var boðhlaup og mikil spenna í gangi og var nánast hnífjafnt á milli bekkja en 10.-H sigraði boðhlaupið og svo fylgdi 10.-Ö rétt á eftir og svo 9. bekkur þar á eftir. Fyrst í boðhlaupinu var að raða plastglösum í turn og ganga frá aftur, eftir það var að ná að borða lakkrísreim án þess að nota hendur, svo var að sprengja blöðru án þess að nota hendur og síðasta þrautin var að snúa sér í 10 hringi í kringum vatnsflösku og svo spretta aftur til baka.

Á þriðjudeginum var kappát og var það þannig að bekkirnir sendu einn fulltrúa til þess að taka þátt fyrir hönd síns bekkjar. Nemendurnir áttu að borða kókósbollu án handa og drekka/þamba 330 ml kók í dós. Í þessari keppni sigraði 10.-Ö og svo 10.-H en 8.-Ö var dæmdur úr leik út af því að hafa notað hendur.

Á miðvikudeginum var dragkeppni og var þá einn strákur úr hverjum bekk málaður og klæddur sem stelpa. Keppnin var mjög skemmtileg og spennandi vann 9. bekkur þessa keppni, en 10.-Ö lenti í öðru og svo 8.-H í þriðja sæti.

Á fimmtudaginn var spurningarkeppni og var það þannig að hver bekkur var að keppa á móti hinum bekkjunum. Spurningarnar voru misjafnar t.d. voru spurningar um hvernig maður fallbegir Jón Einar og svo hvaðan kemur Jenný í mötuneytinu. 9 bekkur vann en sigraði hann samt bara með sáralitlum mun og 10.-Ö kom rétt á eftir.

Á föstudeginum var svo hæfileikakeppni og voru bekkirnir búnir að æfi atriði alla vikuna. Öll atriðin voru dansatriði og flest atriðanna voru mjög vel æfð og undirbúin. 9 bekkur vann þessa keppni klárlega því þau höfðu dans, söng og svo einnig fimleika í sínu atriði en 10-Ö lenti þar í öðru sæti.

Þessi vika var mjög skemmtileg fyrir bæði nemendur og kennara. Úrslitin voru þau að 9. bekkur sigraði Megavikuna í ár, 10.-Ö var í öðru og svo 10.-H í því þriðja.

Jónína og Margrét.

Master Chef keppni í heimilisfræðivalinu

Í tilefni af meistaramánuði vorum við með Master Chef keppni í heimilisfræðivalinu á elsta stigi.

Krakkarnir fengu það verkefni að græja hamborgara frá grunni. Þau fengu 120 grömm af nautahakki og svo var mikið úrval af ostum, grænmeti og kryddum sem þau höfðu aðgang að. Það er skemmst frá því að segja að þetta var hin besta skemmtun. 

Krakkarnir voru spennt og pínu stressuð. Við kennaranir Guðbjörg og Jenny dæmdum frammistöðu krakkanna í elhúsinu. Þar var tillitssemi og umgengni aðalatriðið. Svo fengum við 8 manna dómnefnd til að dæma útlit og bragð. Sú dómnefnd var skipuð kennurum, nemendum og fyrrverandi nemendum skólans. 

Verðlau voru veitt fyrir 3 efstu sætin.

Úrslit í 9. bekk voru þessi:

1. sæti Kolbrún Rósa

2.sæti María Rut

3. sæti Alda Berg

Úrslit í 10. bekk:

1. sæti Brynjar Örn

2. sæti Alexander

3.sæti Guðjón

Það sem okkur fannst standa upp úr var hversu vel og skipulega krakkarnir unnu. Svo var samvinna og tillitssemi til fyrirmyndar. Þessir krakkar sýndu og sönnuðu enn og aftur að þau eru frábær.

Við erum svo heppin að fyrirtækin í kring um okkur eru alltaf tilbúin að hjálpa til. Kjörís, Almar bakari og Eldhestar gáfu vinninga fyrir 1., 2. og 3. sætið. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir það.

Guðbjörg og Jenny

Matseðill febrúar

Febrúarmánuður er kominn og þá er við hæfi að birta matseðil mánaðarins

Page 6 of 221

Viðburðadagatal

Last month March 2018 Next month
S M T W T F S
week 9 1 2 3
week 10 4 5 6 7 8 9 10
week 11 11 12 13 14 15 16 17
week 12 18 19 20 21 22 23 24
week 13 25 26 27 28 29 30 31

Á döfinni

Thursday 22. March
PISA könnun í 10. bekk
Saturday 24. March
Páskafrí
Sunday 25. March
Páskafrí
Monday 26. March
Páskafrí
Tuesday 27. March
Páskafrí
Wednesday 28. March
Páskafrí
Thursday 29. March
Páskafrí
Friday 30. March
Páskafrí
Saturday 31. March
Páskafrí
Sunday 01. April
Páskafrí

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top