Heim

Fjör á öskudaginn

Það var nú ekki fagurt veðrið í gær á öskudegi hér hjá okkur í Hveragerði. En nemendur og starfsfólk lét það nú ekki aftra sér með að skemmta sér í tilefni dagsins. Hefðbundin kennsla var fram að frímínútum en eftir það hófst öskudagsskemmtunin á gangasöng þar sem allur skólinn kom saman og söng nokkur vetrarlög saman, við undirleik pöndu og umferðarstjóra! Að því loknu var farið út í íþróttahús en vegna veðurs komst Ingó veðurguð ekki til okkar en íbúar Latabæjar héldu uppi fjörinu. Það var svo þrautabraut í boði, ásamt því hefðbundna að slá köttinn úr tunnunni. Nemendur og starfsfólk skemmtu sér konunglega og endað var á allsherjar  pylsupartýi áður en skóla lauk. Við viljum þakka foreldrafélaginu kærlega fyrir þetta góða samstarf sem var í kringum þennan viðburð.

 

 

 

 

Öskudagsskemmtun GÍH

Á öskudaginn verður hefðbundin kennsla til kl 10:10. Gangasöngur hefst kl 10:15. Foreldrafélag grunnskólans verður svo með öskudagsskemmtun í íþróttahúsinu frá kl.10:30-12:00. Kennslu lýkur þennan dag kl. 12:30.

Öskudagur2018

100 daga hátíð

 Í síðustu viku héldu nemendur á yngsta stigi upp á það að 100 dagar eru liðnir af skólagöngu þeirra þetta skólaár. Nemendur unnu ýmis kemmtileg verkefni tengd tölunni 100 og gerðu sér glaðan dag. Hér má sjá nokkrar myndir af þessum viðburði þeirra. 

 

 

 

 

Page 5 of 221

Viðburðadagatal

Last month March 2018 Next month
S M T W T F S
week 9 1 2 3
week 10 4 5 6 7 8 9 10
week 11 11 12 13 14 15 16 17
week 12 18 19 20 21 22 23 24
week 13 25 26 27 28 29 30 31

Á döfinni

Thursday 22. March
PISA könnun í 10. bekk
Saturday 24. March
Páskafrí
Sunday 25. March
Páskafrí
Monday 26. March
Páskafrí
Tuesday 27. March
Páskafrí
Wednesday 28. March
Páskafrí
Thursday 29. March
Páskafrí
Friday 30. March
Páskafrí
Saturday 31. March
Páskafrí
Sunday 01. April
Páskafrí

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top