Heim

Dagur gegn einelti

Í dag er Dagur gegn einelti og er hann helgaður baráttunni gegn einelti í skólum. Öllum á að líða vel í okkar samfélagi. Því þurfa allir að leggja sig fram í samskiptum við aðra og leggja áherslu á virðingu, samkennd, jákvæð samskipti og skilning.

Í tilefni dagsins fóru nemendur og starfsfólk út í samfélagið og dreifðu vinarkveðjum í fyrirtæki og stofnanir í bæjarfélaginu. Það var virkilega gaman að sjá hve vel var tekið á móti nemendum. Við vonumst til að allir í bæjarfélaginu okkar verði með opin augun og sjái þessi jákvæðu skilaboð sem liggja nú frammi víðs vegar um bæinn. 

 

 

 

Vinabekkir unnu vinakveðjur

Í dag voru vinabekkir skólans að vinna saman að skemmtilegu verkefni. Hver bekkur skólans á einn vinabekk og hittust þeir í dag og útbjuggu saman vinakort í tilefni þess að dagur gegn einelti er næstkomandi miðvikudag. Þann dag, 8. nóvember, ganga síðan nemendur í fyrirtæki og stofnanir bæjarins með vinakveðjurnar. Nemendur skólans eru hvattir til þess að koma í einhverju grænu þennan dag. 

Notum endurskinsmerki!

Nú er skammdegið gengið í garð og því er nauðsynlegt að minna enn og aftur á mikilvægi endurskinsmerkja.

Endurskinsmerki er ódýr örygggisbúnaður sem gerir ökumönnum auðveldara að sjá gangandi eða hjólandi vegfarendur tímanlega. Foreldrar eru hvattir til að setja endurskinsmerki á fatnað barna sinna sem oftar en ekki eru dökkklædd á ferð. Þá er ekki síður mikilvægt að fullorðnir noti þennan sjálfsagða og einfalda öryggisbúnað. Sýnum gott fordæmi og notum endurskinsmerki. Þannig stuðlum við að eigin umferðaröryggi sem og annarra.

Page 5 of 214

Viðburðadagatal

Last month December 2017 Next month
S M T W T F S
week 48 1 2
week 49 3 4 5 6 7 8 9
week 50 10 11 12 13 14 15 16
week 51 17 18 19 20 21 22 23
week 52 24 25 26 27 28 29 30
week 1 31

Á döfinni

Tuesday 19. December
Litlu jól yngsta stigs
Tuesday 19. December
Litlu jól mið- og elsta stigs
Tuesday 19. December
Íþróttahátíð elsta stigs
Wednesday 20. December
Kertadagur
Wednesday 03. January
Kennsla hefst á nýju ári
Monday 15. January
Skipulagsdagur

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top