Heim

Unicef-hreyfingin

Í dag tók skólinn þátt í UNICEF-hreyfingunni. Allir bekkir skólans tóku þátt með því að hlaupa eða ganga 400 m hring og reyndu þeir að komast sem flesta hringi á 20 mínútum. Nemendur höfðu áður safnað áheitum heima fyrir hvern hring sem þau myndu ganga eða hlaupa. Lagt er út frá því að margt smátt geri eitt stórt. Áhersla er því ekki lögð á háar upphæðir heldur að börnin upplifi samtakamáttinn sem felst í því að allir vinni saman að einu markmiði.

Síðastliðna daga hafa nemendur fengið m.a. fræðslu um réttindi barna víða um heim og loftslagsbreytingar. Markmiðið var að fræða nemendur, hvetja þá til að koma öðrum til hjálpar og efla skilning þeirra á gildi þess að leggja sitt af mörkum til mannúðarstarfa.

Nemendur skólans sýndu þessu verkefni mikinn áhuga og var gaman að sjá hve mikið þau lögðu á sig til að komast sem flesta hringi.

 

 

 

 

 

Lokaverkefni nemenda í Gísla sögu Súrssonar

Nemendur í 10. bekk hafa verið að lesa Gísla sögu Súrssonar í vetur og urðu að vinna lokaverkefni úr sögunni. Hér fyrir neðan má sjá eitt ljóðið sem var samið sem lokaverkefni. 

 

Ljóð um Gíslasögu Súr

 

Með báti komu úr Súrnadal sæla,

í leit að góðu landi.

En siglingin var bara salt og æla,

en allir í góðu standi.

 

Þau byggðu sér bæ úr timbri og torfi,

og hlóðu veggi úr grjóti.

Grasið slógu með ljá og orfi,

og veiddu fisk úr fljóti.

 

Þau vildu búa við frið og sátt,

og rækta góðan anda.

En sambandið fór í aðra átt,

og olli ærnum vanda.

 

Fyrstur þeirra Vésteinn dó,

þess þurfti Gísli að hefna.

Því Gísli spjót úr sári dró,

og þurfti heit að efna.

 

"Skammt er þá milli,

illra verka og stórra".

Mörgum friðarspilli,

ekki varð þá rórra.

 

Gísli fór í felur,

því dómur hafði fallið.

Í Geirþjófsfirði dvelur,

og gerir fylgsni í fjallið.

 

Vígamenn hann finna þar,

eins og spáin sagði.

Á Einhamri hann lengi var,

og átta menn þar lagði.

 

Þótt hann reyndi að verja sig,

frá fólki sem vildi hann feigann.

Örlögin fór hann ekki á svig,

því Óðinn vildi eig'ann.

            Höf.: Sindri Bernholt

Uppskeruhátíð lestrarátaksins

Í vikunni var uppskeruhátíð lestrarátaksins sem hefur verið í skólanum undanfarinn mánuð. Nemendur og starfsfólk skólans kom saman og Sævar skólastjóri sagði nokkur orð og nefndi að nemendur skólans hefðu lesið yfir 400 bækur í þessu átaki sem er nú bara nokkuð gott. Aldís bæjarstjóri kom og las úr sinni uppáhaldsbók frá því er hún var ung sem var Kötturinn með höttinn. Að lokum var svo slegið í gangasöng og vel valin lög sungin. Nemendur og kennarar voru svo með einhverja uppákomu inni í bekkjunum og allir fengu ís í tilefni dagsins. Þetta átak var virkilega vel heppnað og er vonandi komið til að vera.

 

Page 5 of 230

Viðburðadagatal

Last month September 2018 Next month
S M T W T F S
week 35 1
week 36 2 3 4 5 6 7 8
week 37 9 10 11 12 13 14 15
week 38 16 17 18 19 20 21 22
week 39 23 24 25 26 27 28 29
week 40 30

Á döfinni

No events

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top