Heim

Skemmtileg frétt á RÚV

Það var virkilega jákvæð fréttin sem kom í gærkvöldi héðan úr Hveragerði á RÚV um ruslatínslu 7. bekkinganna. 

Endilega smellið á myndina til að horfa á fréttina.

Auglýsing

2. bekkur heimsótti bæjarstjórann

Nemendur í 2. bekk hafa verið að vinna að verkefni um Hveragerði og nærsamfélagið í vetur. Þar heimsækja nemendur fyrirtæki, söfn og aðrar stofnanir í bænum og fræðast þannið nánar um bæinn sinn og mannlífið en einnig umhverfi og sögu bæjarins. Hluti af þessu verkefni er að fara á fund með bæjarstjóranum.

Nemendur fóru í síðustu viku á fund með Aldísi bæjarstjóra. Fundurinn var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar þar sem bæjarstjóri fór yfir ýmsrar athyglisverðar staðreyndir um Hveragerði. Nemendur fengu einnig tækifæri til þess að koma með ábendingar um það sem betur mætti fara og einnig sögðu þau frá því sem þau voru ánægð með.

Að lokum fengu nemendurnir veitingar áður en farið var í skoðunarferð um skrifstofuna og meðfylgjandi myndir voru teknar af hópunum.

Page 5 of 229

Viðburðadagatal

Last month June 2018 Next month
S M T W T F S
week 22 1 2
week 23 3 4 5 6 7 8 9
week 24 10 11 12 13 14 15 16
week 25 17 18 19 20 21 22 23
week 26 24 25 26 27 28 29 30

Á döfinni

No events

Tilkynningar

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top