Heim

Árshátíð miðstigs 2018

Skíðaferð 10. bekkjar

Síðastliðinn mánudag þann 12. febrúar fór 10. bekkur í skíðaferð í Bláfjöll. Lagt var af stað um kl. 11 en óvíst var hvort allir kæmust þar sem margir nemendur voru fastir í Reykjavík vegna óveðurs sem var deginum áður. Við vorum hinsvegar mjög heppin og ekkert var að veðri er við mættum. Snjór og þoka var þó yfir en það var bara hressandi þegar fólk brunaði niður brekkurnar.

Ferðin byrjaði illa þar sem rútan bilaði og endaði það þannig að draga þurfti hana í gang. Það tókst þó en engu munaði að við færum svo út af á leiðinni.

Þegar komið var í Bláfjöll lá mikil spenna í loftinu. Fólk var þó misspennt. Þegar við mættum var tekið vel á móti okkur. Margir brunuðu beint í stóru brekkurnar og hugsuðu sig lítið um en sumir héldu sig í barnabrekkunum. Ótrúlegt en satt þá meiddist enginn ólíkt í okkar fyrri skíðaferð.

Við dvöldum í Bláfjöllum í u.þ.b. 4 tíma og lögðum af stað heim um 16:00. Allir tóku virkan þátt í ferðinni og við vorum virkilega örmagna er heim 

var komið. Ferðin var æðisleg í alla staði og allir skemmtu sér konunglega.

 

Gígja Marín Þorsteinsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

Fjör á öskudaginn

Það var nú ekki fagurt veðrið í gær á öskudegi hér hjá okkur í Hveragerði. En nemendur og starfsfólk lét það nú ekki aftra sér með að skemmta sér í tilefni dagsins. Hefðbundin kennsla var fram að frímínútum en eftir það hófst öskudagsskemmtunin á gangasöng þar sem allur skólinn kom saman og söng nokkur vetrarlög saman, við undirleik pöndu og umferðarstjóra! Að því loknu var farið út í íþróttahús en vegna veðurs komst Ingó veðurguð ekki til okkar en íbúar Latabæjar héldu uppi fjörinu. Það var svo þrautabraut í boði, ásamt því hefðbundna að slá köttinn úr tunnunni. Nemendur og starfsfólk skemmtu sér konunglega og endað var á allsherjar  pylsupartýi áður en skóla lauk. Við viljum þakka foreldrafélaginu kærlega fyrir þetta góða samstarf sem var í kringum þennan viðburð.

 

 

 

 

Page 1 of 218

Viðburðadagatal

Last month February 2018 Next month
S M T W T F S
week 5 1 2 3
week 6 4 5 6 7 8 9 10
week 7 11 12 13 14 15 16 17
week 8 18 19 20 21 22 23 24
week 9 25 26 27 28

Á döfinni

Thursday 22. February
Árshátíð miðstigs
Thursday 01. March
Árshátíð yngsta stigs
Thursday 15. March
Vetrarfrí
Friday 16. March
Vetrarfrí
Monday 19. March
Skipulagsdagur

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top