Heim

Umræður um heimspeki í 6. bekk

Nemendur í 6. bekk fengu heimsókn frá Guðrúnu Evu Mínervudóttur í dag. Hún spjallaði við nemendur um bók sína Val sem inniheldur smásögur um heimspeki sem hún skrifaði fyrir mörgum árum fyrir nemendur í grunnskóla. Nemendur hafa verið lesa úr henni í heimspekitímum og voru þau því glöð að fá rithöfundinn í heimsókn í spjall. Krakkarnir stóðu sig með prýði og voru búin að undirbúa sig með spurningar til hennar sem hún svaraði þeim. Þetta var virkilega ánægjuleg stund og þökkum við henni kærlega fyrir heimsóknina til okkar í skólann. 

Vorskólinn hafinn

Það er sannkallaður vorboði þegar nemendur úr skólahópum leikskólanna hér í Hveragerði koma í vorskólann hingað til okkar. Fyrsti dagur væntanlegra 1. bekkinga var í dag og næstu tvo daga munu þau koma og vinna að ýmsum verkefnum ásamt því að kynna sér sem best aðstæður í skólanum. Þetta er lokahnykkurinn á því góða samstarfi sem unnið er allt skólaárið til að brúa bilið á milli leikskóla og grunnskóla. Það voru glöð börn sem undu hag sínum vel á þessum nýja stað sínum og verður gaman að taka á móti þeim í haust. 

Foreldrar verðandi 1. bekkinga eiga að mæta á fræðslufund á morgun, miðvikudaginn 16. maí á sal skólans kl 18 - 19, þar sem umsjónarkennarar munu fara yfir helstu áherslur næsta skólaárs.

Unicef-hreyfingin

Í dag tók skólinn þátt í UNICEF-hreyfingunni. Allir bekkir skólans tóku þátt með því að hlaupa eða ganga 400 m hring og reyndu þeir að komast sem flesta hringi á 20 mínútum. Nemendur höfðu áður safnað áheitum heima fyrir hvern hring sem þau myndu ganga eða hlaupa. Lagt er út frá því að margt smátt geri eitt stórt. Áhersla er því ekki lögð á háar upphæðir heldur að börnin upplifi samtakamáttinn sem felst í því að allir vinni saman að einu markmiði.

Síðastliðna daga hafa nemendur fengið m.a. fræðslu um réttindi barna víða um heim og loftslagsbreytingar. Markmiðið var að fræða nemendur, hvetja þá til að koma öðrum til hjálpar og efla skilning þeirra á gildi þess að leggja sitt af mörkum til mannúðarstarfa.

Nemendur skólans sýndu þessu verkefni mikinn áhuga og var gaman að sjá hve mikið þau lögðu á sig til að komast sem flesta hringi.

 

 

 

 

 

Page 1 of 226

Viðburðadagatal

Last month May 2018 Next month
S M T W T F S
week 18 1 2 3 4 5
week 19 6 7 8 9 10 11 12
week 20 13 14 15 16 17 18 19
week 21 20 21 22 23 24 25 26
week 22 27 28 29 30 31

Á döfinni

Monday 28. May
Fjölgreindaleikar
Wednesday 30. May
Leikjahringekja á yngsta stigi
Monday 04. June
Foreldradagur
Tuesday 05. June
Skólaslit

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top