Umhverfisstefnan

Úr umhverfisstefnu skólans

Stefna skólans er að fá grænfánann endurnýjaðan á þessu skólaári. Hér er stutt greinargerð um hvað þetta verkefni felur í sér:

Grænfánaverkefnið

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum.

 

Markmið verkefnisins er að:

• Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.

• Efla samfélagskennd innan skólans.

• Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.

• Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.

• Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.

• Efla alþjóðlega samkennd og tungumálakunnáttu.

• Tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning.

Umhverfisstefna:

 

„Ein jörð fyrir alla“ er slagorð okkar í umhverfismálum.

 

-           Grunnskólinn í Hveragerði hefur sjónarmið umhverfisnefndar og sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi.

-           Við leggjum áherslu á að nemendur og starfsfólk sé meðvitað um umhverfi sitt og mikilvægi þess að ganga um náttúru og auðlindir jarðar af virðingu og ábyrgð.

-           Við einsetjum okkur að nota starfshætti umhverfisverndar og stuðla að umhverfisvænu samfélagi.

-           Takmarkið er að umhverfisstefnan verði hluti af daglegu lífi nemenda og starfsfólks hvort heldur er á vinnustað, á heimili, á ferðalagi eða annars staðar.

 

Við vinnu á umhverfissáttmálanum var stuðst við sáttmálann sem gerður var í upphafi.

 

Go to top