Tónlistarskólinn

Tónlistarskólinn

Tónlistarskólinn í Hveragerði er deild innan Tónlistarskóla Árnessýslu og hefur til umráða stofur í austurálmu Grunnskólans. Nemendur Tónlistarskólans í Hveragerði taka virkan þátt í menningarlífi bæjarins með því að leika við ýmis tækifæri t.d. í skólanum, í kirkjunni, á Hótel Örk, á Heilsustofnun NLFÍ, á Dvalarheimilinu Ási og víðar. Undanfarin ár hefur Tónlistarskólinn boðið nemendum í 2. bekk upp á tónlistarkennslu nemendum að kostnaðarlausu. Góður árangur Tónlistarskólans í Hveragerði er byggður á starfi reyndra kennara og tónlistarmanna. Skólastjóri tónlistarskólans er Robert A. Darling, sími 861-3884. Deildarstjóri skólans í Hveragerði er Margrét Stefánsdóttir, sími 483-4919.

Go to top