Þróunar og nýbreytnistörf

Þróunar - og nýbreytnistörf

 

ComeniusarvinnaStarfsfólk Grunnskólans vinnur að margskonar þróunar og nýbreytnistörfum. Má þar nefna Comeniusarverkefnið þar sem lögð er áhersla á umhverfis-og loftlagsmál.  Kennarar hittast reglulega og nemendur vinna saman að ýmsum verkefnum og hafa samskipti sín á milli. Löndin sem taka þátt í þessu verkefni eru auk Íslands, Noregur, Írland, Frakkland og Bretland. Nánari upplýsingar má finna hér.

Grunnskólinn í Hveragerði hefur ávallt lagt mikla áherslu á það að efla samskipti heimila og skóla. Skólaárið 2011 – 2012 var unnin áætlun fyrir alla skóla Hveragerðisbæjar og nú er unnið eftir þeirri áætlun. Áfram verður stutt við starf foreldrafélagsins sem og tengla.

GrænfáninnÍ desember árið 2011 fékk skólinn afhentan Grænfánann eftir mikla vinnu undanfarinna ára með umhverfisstefnu skólans. Þrátt fyrir að við höfum náð að flagga Grænfánanum er allt starfsfólk sem  og nemendur stöðugt að efla umhverfisvitund og vinnur eftir umhverfisstefnu skólans.

 

Skólaárið 2012 - 2013 hafa kennarar hér við skólann verið að setja sig inn í nýja aðalnámskrá grunnskóla sem nú hefur verið gefin út. Hér í Hveragerði var strax ákveðið að fara af stað af fullum krafti þar sem þetta er krefjandi verkefni og felur í sér talsverðar áherslubreytingar frá því sem verið hefur. Það var ákveðið að byrja að vinna með íslensku, stærðfræði, erlend tungumál og náttúrufræði. adalnamskra-grunnskolaKennarar völdu sér hópa eftir áhuga og hvar þeir töldu að kraftar þeirra nýttust hvað best. Unnið er m.a. út frá nýjum grunnþáttum sem eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Þessi vinna verður unnin á þessu skólaári en grunnskólar landsins fá þriggja ára aðlögunartímabil til að innleiða nýju aðalnámskrána.

Go to top