Stefna skólans í forvörnum

Stefna skólans í forvörnum

Stefna skólans í forvörnum
Í Grunnskólanum í Hveragerði er lögð rík áhersla á að nemendur tileinki sér heilbrigða lífshætti og jákvætt viðhorf.

 

Viðbrögð skólans við einelti - Í skólanum líðum við ekki einelti eða annað ofbeldi.
Við vinnum m.a. gegn þessu með:

 • Virkri gæslu í frímínútum, matarhléum, íþróttamannvirkjum og á ferðalögum.
 • Könnun á umfangi eineltis í skólanum.
 • Reglubundinni fræðslu fyrir nemendur, foreldra/forráðamenn og starfsmenn skólans um einelti.

Í skólanum er unnið eftir áætlun Olweus um meðferð eineltismála, sem lýst er nánar hér fyrir neðan. Áætlunin beinist gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Hún er heildstæð nálgun sem nær til alls skólasamfélagsins. 


Fyrirbyggjandi starf – meginviðmið:

 • Einelti er tengt skólabrag einstakra skóla og því hegðunar- og samskiptamynstri sem viðgengst í skólanum.
 • Góður bekkjarandi er lykilatriði til að byggja upp góðan skólabrag.
 • Nemendum verði tryggt skólaumhverfi sem þeim líður vel í og samskiptin helgist af gagnkvæmri virðingu.
 • Starfsfólk geri sér grein fyrir alvarlegum afleiðingum eineltis.

 

Meginmarkmið aðgerðaráætlunarinnar:

 • Draga úr vandamálum tengdum einelti bæði innan og utan skólans.
 • Bæta félagstengslin í skólanum.
 • Koma í veg fyrir ný eineltismál.Foreldrasamstarf
 • Olweusaráætlunin nær ekki bara til starfsfólks og nemenda skólans heldur einnig til foreldra, þannig er hægt er að tala um heildstæða forvarnarstefnu.
 • Áhersla er á gott samstarf á milli heimila og skóla.

 

Áætlunin miðar að því að bæta og skapa skólaumhverfi sem einkennist af:

 • Hlýju og hlutdeild fullorðinna.
 • Virku eftirliti fullorðinna í skólanum og á skólalóðinni.
 • Föstum römmum vegna óviðunandi atferlis.
 • Viðurlögum vegna óviðunandi atferlis.
 • Virkri hlutdeild nemenda með t.d. bekkjarfundum.
Go to top