Viðbrögð við námsörðugleikum

Sér - og stuðningskennsla

Sér- og stuðningskennsla
Deildarstjóri sérkennslu er Heimir Eyvindarson. Aðrir starfsmenn eru Erna Valdimarsdóttir, Birna Torfadóttir, Arnar Geir Helgason, Sigrún Árnadóttir, Gunnar Baldursson, Ása J. Pálsdóttir og Jóhanna Clausen. Þroskaþjálfar eru Fanný Björk Ástráðsdóttir, Linda S. Gísladóttir og Sólrún Auður Katrarínusardóttir.


Sérdeild
Þar eru nemendur með mikla fötlun, td. vegna þroskahömlunar og geðraskana. Nemendur deildarinnar eru ekki allir á einum stað, þeim er dreift eftir aldri, á starfsstöðvar sem eru á þremur stöðum í húsinu. Umræddir nemendur eru allir með einstaklingsnámskrá í öllum fögum auk einstaklingsmiðaðrar stundaskrár. Þeir eru allir skráðir í bekki og taka þátt í félagslífi síns bekkjar auk þess sem þeir sækja einstaka tíma til að þeir einangrist ekki félagslega. Nemendur í sérdeild hafa allir fengið greiningar frá sérfræðingum Skólaskrifstofu Suðurlands, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins eða Barna – og unglingageðdeildar.


Stuðningsdeild
Starf stuðningsdeildar skiptist í nokkra þætti:

  • Aðstoð stuðningsfulltrúa við nemendur inni í bekk, vegna námsörðugleika eða hegðunarvandamála.
  • Aðstoð frá kennurum og stuðningsfulltrúum utan bekkja. Hér er um mjög ólíkan nemendahóp að ræða og sumir þeirra vinna eftir einstaklingsnámskrá í sumum fögum en bekkjarnámskrá í öðrum. Allir þessir nemendur taka þátt í bekkjarstarfi og mæta í tíma með sínum bekk í þeim fögum sem þeir ráða við. Sumir eru með breytta eða skerta stundaskrá.
  • Starfsdeild. Undanfarin ár hefur verið starfandi vísir að starfsdeild fyrir nemendur á elsta stigi. Starfsemin er enn í mótun. Þessi deild er ætluð þeim nemendum sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með bóklegt nám eða eiga við aðra örðugleika að stríða. Hér er reynt að sníða skóladaginn að þörfum og áhugamálum hvers og eins. Auk bóklegs náms er t.d. boðið upp á hússtjórn, handavinnu, tölvuvinnu o.fl. Þessir nemendur eru með einstaklingsnámskrá í flestum fögum og allir með breytta og/eða skerta stundaskrá. Öll þau úrræði sem nefnd eru hér að framan krefjast samþykkis foreldra/forráðamanna.
  • Aðstoð í stuttan tíma. Stundum leita nemendur til stuðningsdeildar og óska eftir aðstoð við einstaka þætti námsefnis og fara svo inn í bekk þegar þeir hafa náð tökum á vandanum.
Go to top