Sálfræðiþjónusta

Sálfræðiþjónusta

Sálfræðiþjónusta
Meginmarkmið sálfræðiráðgjafa er stuðningur við skólastarfið, sem nýtist nemendum, kennurum og foreldrum.

Helstu verksvið sálfræðiráðgjafa eru:

  • Athuganir og greiningar á nemendum sem eiga í erfiðleikum með nám, hegðun, eða annað sem hamlar þroska þeirra og gera tillögur úrbætur.
  • Ráðgjöf til starfsfólks skólans vegna erfiðleika einstakra nemenda. Sérstök áhersla er á að auka þekkingu og færni starfsfólks til að leysa vanda nemenda.
  • Hagnýt fræðsla til kennara, skólastjóra, nemenda og forráðamanna.
  • Almennar leiðbeiningar til forráðamanna um uppeldi barna þeirra.
  • Samstarf við aðrar stofnanir sem þjónusta börn.
  • Ráðgjöf og stuðningur við forvarnir í skólastarfi.
  • Ráðgjöf vegna nýbreytni- og þróunarstarfs.
  • Hönnun og framkvæmd rannsókna, tilrauna og kannana.

Flest verkefni sálfræðinga snúast um athuganir á einstaklingum. Einstaklingsathuganir hefjast yfirleitt á því, að heimili og skóli sameinast um, að senda Skólaskrifstofu Suðurlands tilvísun. Þar kemur fram ástæða þess að leitað er eftir sálfræðiþjónustu. Fyrsta skrefið í vinnuferli sálfræðings er að gera athugun á vanda barnsins, sem getur tengst námi, hegðun, félagslegum samskiptum eða líðan. Slík athugun getur falið í sér viðtöl við nemandann, foreldra og kennara, ásamt fyrirlögn ýmissa verkefna sem ætlað er að skýra stöðu nemandans. Í sumum tilvikum gerir sálfræðingurinn athuganir á barninu í leik og starfi á skólatíma. Sálfræðingar Skólaskrifstofu Suðurlands hafa réttindi til að leggja fyrir ýmiss konar próf og kannanir. Meðal þeirra eru Talnalykill og málþroskapróf (TOLD), sem kennsluráðgjafar leggja einnig fyrir.

Sálfræðingar skólans eru Hugrún Vignisdóttir og Berglind Friðriksdóttir.

Þeir foreldrar, nemendur eða kennarar sem óska eftir viðtali við skólasálfræðing þurfa fyrst að hafa samband við deildarstjóra sérkennslu, Matthea Sigurðardóttir, sem skipuleggur starfsdag sálfræðings í skólanum.

 

Go to top