Skólasel

Skólasel

Skólaselið er staðsett á gamla Undralandi fyrir neðan kirkjuna.  Húsnæðið hefur fengið nafnið Bungubrekka.

Símanúmer Skólaselsins:  483-4095             Netfang Skólasels:  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Forstöðumaður Skólasels er Elín Esther Magnúsdóttir.

Upplýsingar um starfsemi Skólasels berast einnig í gengum fésbókarsíðu Skólaselsins.

 

Foreldrar eru vinsamlegast beðnir að láta vita ef börnin mæta ekki í Skólaselið annað hvort með því að senda tölvupóst á netfangið skolasel (hjá) hveragerdi.is eða hringja sjá númer hér að ofan.

Mikilvægt er að starfsfólk Skólasels viti um komu- og brottfarartíma barnanna, tómstundaiðkun, hver sækir og eins ef barn mætir ekki á Skólaselið.  Ef einhverjar breytingar verða er nauðsynlegt að senda þær,  fyrir kl. 12 , á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Klukkan 12 á hádegi er svo upplýsingum safnað úr tölvupóstinum og sendiplan gert fyrir daginn. Fyrir neyðartilfelli og óviðráðanlegar breytingar er svo best að hringja í okkur eftir kl. 12 á hádegi. 

Skólaselið er í samstarfi við Tónlistarskólann og íþróttafélagið þannig að börnin geti sinnt tómstundum sínu samhliða veru sinni á skólaselstíma. Starfsfólk Skólaselsins sér um að senda börnin á réttum tíma í þær tómstundir sem þau stunda á Skólaselstíma.

Opnunartími er frá því að skóla lýkur og til kl. 17:00

Gjald er 210 kr. á klst. í Skólaselið og 130 kr.á dag fyrir síðdegishressingu. Skráningar, breytingar á vistun og uppsagnir þurfa að berast fyrir 20. hvers mánaðar og taka gildi um mánaðamót.
 

Markmið Skólaselsins eru:

  • að skapa börnunum öruggt, hlýlegt og notalegt umhverfi þar sem þau fá notið sín í leik og starfi.
  • Að gefa börnunum tækifæri til að leika í frjálsum leik með félögum sínum en þó í vernduðu umhverfi.
  • Að gera börnunum kleift að stunda tónlistarnám á viðverutíma.
  • Að gera börnunum kleift að stunda tómstundir á viðverutíma.
  • Að stuðla að því að börnin upplifi sig á jákvæðan hátt og fái aukið sjálfstraust.
  • Að efla hreyfi- og tjáningarfærni barnanna.
  • Að stuðla að því að börn upplifi íþróttir sem jákvæða og ánægjulega reynslu.

 

Go to top