Skólasókn

Skólasókn

Skólasókn nemenda í Grunnskólanum í Hveragerði skal vera undanbragðalaus. Veikindi og önnur forföll ber að tilkynna á skrifstofu skólans strax að morgni fyrsta veikindadags. Umsjónarkennari hefur heimild til að veita leyfi í 1 - 2 daga og í einstökum tímum. Ef um lengri fjarveru er að ræða þurfa foreldrar að sækja skriflega um leyfi til skólastjóra. Eyðublöð fást hjá ritara en einnig er hægt að nálgast þau á heimasíðu skólans, www.grunnskoli.hveragerdi.is Foreldrar bera alla ábyrgð á námi barna sinna þann tíma sem þau eru fjarverandi. 

Vinnuferli vegna ófullnægjandi skólasóknar Grunnregla: Umsjónarkennari fer yfir mætingar í hverri viku. Ræðir við nemandann ef mætingar eru ekki í lagi og gefur honum kost á að koma á framfæri skýringum. Vinnuferli hefst.

 • 1.stig.
 • 2.stig.
 • 3.stig.
 • yfirlýsing nemanda um bætta ástundun. (30 punktar).Umsjónarkennari vísar málinu til nemendaverndarráðs. (40 punktar).
 • 4.stig.

Umsjónarkennari talar við nemandann. Foreldrum kynnt málið símleiðis. (6 punktar). Umsjónarkennari boðar til fundar með nemanda og foreldrum/forráðamönnum. (12 punktar). Umsjónarkennari boðar til fundar með foreldrum/forráðamönnum og deildarstjóra.


Meðferð agamála
Mikilvægt er að góður og jákvæður agi sé í kennslustofum, íþróttasal, sundlaug, á göngum, í borðsal og á leikvelli skólans. Eineltismál og önnur ofbeldismál eru umsvifalaust tekin fyrir. Nemendur/forráðamenn eru ábyrgir fyrir tjóni sem nemendur kunna að valda á eigum skólans, eigum starfsfólks og/eða skólafélaga. Ef mál vegna brota á skólareglum hafa gengið það langt, að þeim hafi verið vísað til skólastjóra og/eða deildarstjóra, getur það leitt til þess að viðkomandi nemanda verði meinuð þátttaka í nemendaferðum og almennu félagsstarfi skólans. 
     

     Brjóti nemandi reglur skólans er unnið á eftirfarandi hátt: 

 • Kennari eða annar starfsmaður ræðir við nemandann sem fær þá tækifæri til að gefa skýringar eða andmæla.
 • Ef kennari þarf að vísa nemanda úr tíma hefur hann samdægurs samband við forráðamann og lætur umsjónarkennara vita um agabrot nemandans.
 • Við alvarleg agabrot eru málavextir kynntir skólastjórnendum. Umsjónarkennari gerir foreldrum og nemandanum grein fyrir hvað gerist næst ef breyting verður ekki á hegðun hans.

  Haldi nemandi uppteknum hætti gerist þetta:
 • Nemandi, forráðamaður og umsjónarkennari hitta skólastjóra/deildarstjóra þar sem málið er rætt.
 • Láti nemandi ekki af hegðun sinni er forráðamönnum gert að taka nemandann úr skólanum í einn dag.
 • Næsta dag funda nemandi, forráðamaður, umsjónarkennari og skólastjórnendur og reyna að finna lausn.
 • Ef mál leysast ekki, þrátt fyrir þann feril sem að framan greinir, er nemanda vísað úr skóla um stundarsakir og málinu vísað til fræðslunefndar sem fer með málið samkvæmt 9. grein reglugerðar nr. 270/2000 um skólareglur í grunnskóla. Í framhaldi af því getur komið til þess að málinu sé vísað til félagsmálastjóra.

 

:

Go to top