Reglur, agi og umgengni

Skólareglur Grunnskólans í Hveragerði

Skv. reglugerð frá menntamálaráðuneyti nr. 1040/2011, skulu allir skólar hafa skráðar skólareglur og viðurlög við brotum á þeim. Þetta er líka nauðsynlegt til að styðja við lífsgildin okkar,  stuðla að auknu öryggi í skólanum og styrkja nemendur okkar í að efla sjálfsstjórn sína og samskiptafærni.

Almennar reglur

  • Samskipti í skólanum grundvallast af gagnkvæmri virðingu, tillitsemi, umhyggju og vinsemd.
  • Nemendur mæta stundvíslega í skólann, með öll námsgögn.
  • Vinnum vel í skólanum.
  • Göngum vel um innan dyra sem utan og förum vel með eigur skólans.
  • Við erum ekki með sælgæti eða gos í skólanum nema með sérstöku leyfi.
  • Nemendur í 1. – 7. bekk eiga að vera inni á skólalóðinni í frímínútum.

 

Viðbrögð ef brugðið er út af almennum reglum - Uppbygging

•             Nemandi er spurður um hlutverk sitt og hvort hann geti sinnt því,

•             Nemandi fær tækifæri til að leiðrétta brot sitt án viðurlaga

•             Umsjónarkennari fær vitneskju um atvikið. Það er skráð í dagbók nemanda og tilkynnt heim

•             Allir starfsmenn geta aðstoðað nemandann við að leysa úr sínum málum, en geta einnig vísað málinu til umsjónarkennara/stjórnanda ef þeir hafa ekki tök á að aðstoða viðkomandi.

 

Ófrávíkjanlegar grundvallarreglur

•             Ekkert andlegt eða líkamlegt ofbeldi.

•             Engar alvarlegar hótanir eða ögranir.

•             Engin mismunun vegna uppruna, litarháttar og kynferðis.

•             Engin notkun vímuefna.

•             Engin skemmdarverk.

•             Enginn þjófnaður.

•             Enginn vopnaburður.

•             Engin óheimil myndataka eða hljóðupptaka

 

Hvað gerist ef ófrávíkjanlegar grundvallarreglur eru brotnar?

•             Ef nemanda verður á að fara yfir þessi mörk er honum undantekningarlaust vísað til skólastjórnanda sem fer yfir málsatvik með honum og hefur samband við forráðamenn.

•             Nemandinn fer, í flestum tilvikum, heim (sóttur af forráðamönnum) og fær tækifæri til að hugleiða það sem gerst hefur og finna lausn í samráði við forráðamenn sína.

 

*Það getur tekið lengri tíma að leiðrétta óásættanlega hegðun en brot á almennum skólareglum. Skólastjórnandi tekur því ákvörðun um næstu skref, þ.e. hvort nemanda er vísað heim (til næsta dags eða lengur) til að allir aðilar fái tækifæri til að ná hugarró áður en hægt er að hefja áætlun um úrbætur, eða hvort hægt er að hefja úrvinnslu strax.

 

 

Eftirtalin atriði eru þau viðurlög sem gripið er til ef ófrávíkjanlegar grundvallarreglur eru brotnar.

•             Nemandi vinnur í einveru

•             Nemandi missir rétt sinn til þátttöku í frímínútum

•             Eftirlit fylgdarmanns í frímínútum og/eða kennslustundum

•             Ákveðin skrifleg skilyrði sett af skóla og heimili

•             Nemanda er vísað úr skóla, tímabundið, meðan unnið er að lausn.

•             Nemandi missir tiltekin réttindi í ákveðinn tíma s.s. að hafa snjalltæki meðferðis í skólanum.

 

 

Leiðir til úrvinnslu mála

•             Skólastjórnendur aðstoða nemandann og forráðamenn við lausn málsins og kalla til þá aðila sem að málinu koma. Gerð uppbyggingaráætlunar með nemanda.

•             Við endurtekin brot er málefnum nemandans vísað til nemendarverndarráðs.

•             Mál færast yfir til barnaverndaryfirvalda og/eða lögreglu.

 

Reglur í skólabíl

Reglur í íþróttum

Reglur á skólalóð

Reglur um snjalltæki

Go to top