Olweusaráætlunin gegn einelti

Olweusaráætlunin gegn einelti

Starfsfólk Grunnskólans í Hveragerði hóf aðgerðaráætluna gegn einelti árið 2004. Áætlunin byggir á áralöngum viðamiklum rannsóknum, Dan Olweus, prófessors í sálarfræði, á einelti í Svíþjóð og Noregi. Olweusaráætlunin er samstarfsverkefni Menntamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands og Heimilis og skóla. Áætlunin beinist gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Hún er heildstæð nálgun sem nær til alls skólasamfélagsins.


Fyrirbyggjandi starf - meginviðmið

 • Einelti er tengt skólabrag einstakra skóla og því hegðunar- og samskiptamynstri sem viðgengst í skólanum.
 • Góður bekkjarandi er lykilatriði til að byggja upp góðan skólabrag.
 • Nemendum verði tryggt skólaumhverfi sem þeim líður vel í og samskiptin helgist af gagnkvæmri virðingu.
 • Starfsfólk geri sér grein fyrir alvarlegum afleiðingum eineltis. 


Áhersluatriði

 • Vitundarvakning allra starfsmanna.
 • Aðgerðir í skólanum í heild.
 • Aðgerðir í bekkjum.
 • Aðgerðir tengdar einstaklingum.


Af hverju Olweusaráætlunin?

 • Einelti minnkaði eftir að farið var að vinna kerfisbundið gegn því.

 

Vinnuferli þegar upp kemur grunur um einelti og/eða þegar samskipti nemenda eru neikvæð:

 • Fylgjast með og grípa inn í
 • Grunur um einelti - upplýsingum komið til umsjónarkennara
 • Umsjónarkennari rannsakar málið: Umsjónarkennari fær aðra starfsmenn og eineltisteymi með sér eftir þörfum 
   • Ræðir við þolanda
   • Ræðir við gerendur
   • Kannar hjá öðru starfsfólki og biður það að fylgjast með
   • Kannar hjá öðrum nemendum
   • Ræðir við foreldra þolenda
   • Ræðir við foreldra gerenda
   • Aðrar aðgerðir eftir þörfum

 • Ef um einelti er að ræða:
    • Stuðningur við þolanda
    • Alvarleg viðtöl við gerendur
    • Afleiðingar ákveðnar
    • Eftirgylgnifundir - með bæði þolendum og gerendum
    • Starfsmenn fylgjast með
    • Foreldrafundur
    • Skriflegur samningur við gerendur um bætta hegðun

 • Ef einelti heldur áfram er vísað til nemendaverndarráðs.

 

 

 

 

 

 

 

 

Go to top