Heim

GÍH í Skólahreysti

Næstkomandi fimmtudag keppir Grunnskólinn í Hveragerði í Skólahreysti. Krakkarnir hafa verið á fullu að undirbúa sig undanfarnar vikur og mánuði og mættu meðal annar á æfingu síðastliðinn mánudag, þrátt fyrir að það væri frí í skólanum þann dag.

Liðið er þannig skipað að Sigurður Ísak keppir í upphífingum og dýfum, Helga Sóley og Einar Ísberg í hraðabraut, Thelma Rakel í armbeygjum og hreystigreip og svo eru varamenn Sigurður Ísak og Hanna Tara.

Vetrarfrí framundan

Fimmtudaginn 15. mars og föstudaginn 16. mars er vetrarfrí skólans. Mánudaginn 19. mars er skipulagsdagur. Starfsfólk skólans heimsækir sýningu í Birmingham á Englandi þessa daga. Skóli hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 20. mars.

Verðlaunahafar á Bessastöðum

Fimmtudaginn 8. mars s.l. voru kunngerð úrslit í ensku smásagnakeppninni sem félag enskukennara á Íslandi (FEKÍ) stendur fyrir. Smásagnakeppnin er haldin árlega og hefst hún á evrópska tungumáladeginum þann 26. september.

Grunnskólinn í Hveragerði hefur mörg undanfarin ár tekið þátt í þessari skemmtilegu keppni með eftirtektarverðum árangri. Því er ekki síst að þakka að nemendur skólans hafa sýnt keppninni sífellt meiri áhuga og lagt mikinn metnað í sögurnar sínar. Fyrir það erum við afar þakklát.

Að þessu sinni unnu tveir nemendur skólans til verðlauna: Kiefer Rahhad Arabiyat í 5. bekk hlaut 1.-2. verðlaun í flokknum 5. bekkur og yngri og Freydís Ósk Martin í 6. bekk hlaut 2. verðlaun í flokknum 6.- 7. bekkur.

Verðlaunaafhendingin fór fram á Bessastöðum, þar sem Eliza Reid forsetafrú tók á móti vinningshöfum og heiðraði þeirra árangur, ásamt stjórn FEKÍ. Við óskum þeim Freydísi Ósk og Kiefer Rahhad hjartanlega til hamingju með þennan góða árangur. Það þarf vart að taka fram að við erum afar stolt af þessum nemendum sem og öllum þeim sem tóku þátt J.

Með kveðjum frá enskudeildinni,

Óli og Olga

 

 

 

 

Page 1 of 221

Viðburðadagatal

Last month March 2018 Next month
S M T W T F S
week 9 1 2 3
week 10 4 5 6 7 8 9 10
week 11 11 12 13 14 15 16 17
week 12 18 19 20 21 22 23 24
week 13 25 26 27 28 29 30 31

Á döfinni

Thursday 22. March
PISA könnun í 10. bekk
Saturday 24. March
Páskafrí
Sunday 25. March
Páskafrí
Monday 26. March
Páskafrí
Tuesday 27. March
Páskafrí
Wednesday 28. March
Páskafrí
Thursday 29. March
Páskafrí
Friday 30. March
Páskafrí
Saturday 31. March
Páskafrí
Sunday 01. April
Páskafrí

Um Grunnskólann

Grunnskólinn í Hveragerði er skóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk.

Go to top