Fréttir

Megavika á elsta stigi

Megavika var á elsta stigi í Grunnskólanum í Hveragerði þann 5.-9. febrúar.

Á mánudeginum var boðhlaup og mikil spenna í gangi og var nánast hnífjafnt á milli bekkja en 10.-H sigraði boðhlaupið og svo fylgdi 10.-Ö rétt á eftir og svo 9. bekkur þar á eftir. Fyrst í boðhlaupinu var að raða plastglösum í turn og ganga frá aftur, eftir það var að ná að borða lakkrísreim án þess að nota hendur, svo var að sprengja blöðru án þess að nota hendur og síðasta þrautin var að snúa sér í 10 hringi í kringum vatnsflösku og svo spretta aftur til baka.

Á þriðjudeginum var kappát og var það þannig að bekkirnir sendu einn fulltrúa til þess að taka þátt fyrir hönd síns bekkjar. Nemendurnir áttu að borða kókósbollu án handa og drekka/þamba 330 ml kók í dós. Í þessari keppni sigraði 10.-Ö og svo 10.-H en 8.-Ö var dæmdur úr leik út af því að hafa notað hendur.

Á miðvikudeginum var dragkeppni og var þá einn strákur úr hverjum bekk málaður og klæddur sem stelpa. Keppnin var mjög skemmtileg og spennandi vann 9. bekkur þessa keppni, en 10.-Ö lenti í öðru og svo 8.-H í þriðja sæti.

Á fimmtudaginn var spurningarkeppni og var það þannig að hver bekkur var að keppa á móti hinum bekkjunum. Spurningarnar voru misjafnar t.d. voru spurningar um hvernig maður fallbegir Jón Einar og svo hvaðan kemur Jenný í mötuneytinu. 9 bekkur vann en sigraði hann samt bara með sáralitlum mun og 10.-Ö kom rétt á eftir.

Á föstudeginum var svo hæfileikakeppni og voru bekkirnir búnir að æfi atriði alla vikuna. Öll atriðin voru dansatriði og flest atriðanna voru mjög vel æfð og undirbúin. 9 bekkur vann þessa keppni klárlega því þau höfðu dans, söng og svo einnig fimleika í sínu atriði en 10-Ö lenti þar í öðru sæti.

Þessi vika var mjög skemmtileg fyrir bæði nemendur og kennara. Úrslitin voru þau að 9. bekkur sigraði Megavikuna í ár, 10.-Ö var í öðru og svo 10.-H í því þriðja.

Jónína og Margrét.

Go to top