Fréttir

Master Chef keppni í heimilisfræðivalinu

Í tilefni af meistaramánuði vorum við með Master Chef keppni í heimilisfræðivalinu á elsta stigi.

Krakkarnir fengu það verkefni að græja hamborgara frá grunni. Þau fengu 120 grömm af nautahakki og svo var mikið úrval af ostum, grænmeti og kryddum sem þau höfðu aðgang að. Það er skemmst frá því að segja að þetta var hin besta skemmtun. 

Krakkarnir voru spennt og pínu stressuð. Við kennaranir Guðbjörg og Jenny dæmdum frammistöðu krakkanna í elhúsinu. Þar var tillitssemi og umgengni aðalatriðið. Svo fengum við 8 manna dómnefnd til að dæma útlit og bragð. Sú dómnefnd var skipuð kennurum, nemendum og fyrrverandi nemendum skólans. 

Verðlau voru veitt fyrir 3 efstu sætin.

Úrslit í 9. bekk voru þessi:

1. sæti Kolbrún Rósa

2.sæti María Rut

3. sæti Alda Berg

Úrslit í 10. bekk:

1. sæti Brynjar Örn

2. sæti Alexander

3.sæti Guðjón

Það sem okkur fannst standa upp úr var hversu vel og skipulega krakkarnir unnu. Svo var samvinna og tillitssemi til fyrirmyndar. Þessir krakkar sýndu og sönnuðu enn og aftur að þau eru frábær.

Við erum svo heppin að fyrirtækin í kring um okkur eru alltaf tilbúin að hjálpa til. Kjörís, Almar bakari og Eldhestar gáfu vinninga fyrir 1., 2. og 3. sætið. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir það.

Guðbjörg og Jenny

Go to top