Fréttir

Litlu jólin haldin hátíðleg

Í dag voru litlu jólin haldin hátíðleg hér í skólanum. Litlu jólin byrja á því að nemendur horfa á helgileikinn sem 5. bekkingar sjá um. Það er alltaf hátíðleg stund í salnum þegar þessi árlegi helgileikur er fluttur. 

 Að því loknu var farið að dansa í kringum jólatréð. Eins og venja er kemur hljómsveit hússins saman á þessum degi og sér um spilamennsku. Hefð er fyrir því að allir masseri saman og var gaman að sjá nemendur og starfsfólk hlykkjast í langri röð út um allan skólann. Auðvitað kíktu nokkrir jólasveinar í heimsókn enda ekki hægt að halda jólaball án þeirra. Það var virkilega gaman að fylgjast með okkar nemendum hve vel þau skemmtu sér í dag og tóku fullan þátt í söngnum og marseringunni. 

 Hér má sjá nokkrar myndir í tilefni dagsins.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Go to top