Fréttir

Skólamyndataka 10. október

Myndataka á vegum Skólamynda verður í skólanum n.k. þriðjudag þann 10. október.
Það verða teknar einstaklingsmyndir og hópmyndir af 1., 4. og 7. bekk en einungis einstaklingsmyndir af 10. bekk þar sem hópmyndataka af þeim fer fram næsta vor.
Myndirnar fara síðan inn á vef Skólamynda og með aðgangslykli getur fólk skoðað, valið og pantað myndir. Hverjum og einum er síðan frjálst að kaupa eftir hans / hennar hentugleik.
Tölvupóst með upplýsingum um aðgangslykil verður sendur aðstandendum í þessum bekkjum þegar þar að kemur.

 

Go to top