Fréttir

Viðurkenningar fyrir sumarlestur

Í vikunni kom Hlíf frá bókasafni Hveragerðisbæjar í heimsókn í skólann og veitti viðurkenningar fyrir sumarlestur. Sumarlestur er lestrarhvetjandi verkefni fyrir 6-12 ára börn og miðar að því að viðhalda lestrarfærni barnanna yfir sumarið. Í sumar var bókasafnið með Harry Potter þema og var með nokkra skemmtilega viðburði tengda því í sumar.

Veittar voru viðurkenningar þeim börnum sem lásu mest í sínum bekk annars vegar og hins vegar þeim sem höfðu bætt 

lestrarhraða sinn mest yfir sumartímann. Allir fengu Harry Potter bókamerki og þeir bekkir sem lásu mest samtals fengu Harry Potter fána til að hengja upp í bekkjarstofunum sínum. Verðlaunahafar fengu veglegar bókagjafir og hér má sjá stolta verðlaunahafa í 2.-4. bekk.  

 

Go to top